Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 77
Eftir J. Magnús Bjarnason
Árið 1880 var eg um tíma vika-
drengur í námubæ nokkrum við sjó
fram austur í Nýja-Skotlandi, og
var eg til fæðis og húsnæðis hjá ís-
lensku piltunum, sem bjuggu í litlu
húsi (eða shanty), er stóð undir
greniviðar-runni hátt uppi í hlíðinni
fyrir norðan bæinn. Þá var eg
fjórtán ára gamall. Þeir voru sex
íslensku piltarnir, sem unnu þar í
gullnámunni, og sá, sem talinn var
fyrir þeim, hét Jón Jónsson. Hann
var þeirra elstur, röskleika-maður
og drengur góður. — Frá húsi ís-
lensku námupiltanna sást mjög vel
yfir allan bæinn og langt út á fjörð-
inn. Sátum við oft á kvöldin sunnan
undir húsinu, þegar veður var fag-
urt og blítt. Las þá einhver piltanna
á stundum upp hátt í einhverri
skemtilegri íslenskri bók. Og hlýdd-
um við hinir á með mikilli eftirtekt.
Það var eitt fagurt sunnudags-
kvöld snemma í ágústmánuði, þá er
við, sem oftar, sátum undir hús-
veggnum, að við tókum alt í einu
eftir því, að maður með bagga á
bakinu kom austan akveginn, sem lá
í gegnum námubæinn. Og þegar
hann var kominn spölkorn inn í
bæinn, mættu honum nokkrir dreng-
ir. Þá nam hann staðar og talaði
eitthvað við þá — var að líkindum
að spyrja til vegar. Eftir stutta stund
benti einn drengjanna í áttina til
okkar, og beygði ferðamaðurinn litlu
S1ðar inn á göngustíginn, sem lá upp
hlíðina að húsinu, sem við bjuggum í.
“Þetta er áreiðanlega íslendingur,”
sagði einn af íslensku námupiltun-
um; “og mér sýnist það vera koffort,
sem hann ber á bakinu. Við fáum
að öllum líkindum góðan gest.”
Tilgáta hans var rétt. Það var
íslendingur, sem kom þar upp hlíð-
ina. Hann var í mórauðum, íslensk-
um vaðmálsfötum og bar lítið ís-
lenskt koffort á bakinu. Hann var
meðalmaður á hæð og svaraði sér
vel að gildleika. Og þegar hann
kom nær, sáum við að hann var
maður á unga aldri, á að giska um
tvítugt, eða tæplega það. Hann var
bjartur yfirlitum, fremur fríður sýn-
um, góðlegur og greindarlegur.
“Eruð þið ekki íslenskir?” sagði
hann, þegar hann var kominn til okk-
ar. Og mér sýndist hann vera ofur-
lítið feiminn.
Jón varð fyrir svörum, og sagði að
við værum allir íslendingar. Þá var
eins og það glaðnaði yfir gestinum.
Hann setti undir eins koffortið nið-
ur, tók af sér hattinn, gekk fyrir
hvern okkar og heilsaði okkur með
handabandi. Hann kvaðst heita
Bessi, og hann sagði okkur nafn
föður síns, en því hefi eg gleymt.
Hann var nýkominn frá Islandi, og
hafði verið nokkra daga um kyrt í
íslensku nýlendunni á Mooselands-
hæðum. Hann kom með bréf til Jóns
Jónssonar, og var það frá einum
bóndanum í nýlendunni. Var efni
bréfsins það: að Jón var beðinn að
liðsinna þessum unga manni og koma
honum í vinnu hjá einhverjum þar
austur við sjóinn.