Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 90
68 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA Var þar þó að mestu fylgt fyrirsögn olíumálara, sem í þá tíð bjuggu til sjálfir alla sína málaraliti. En lang- kostnaðarsamast og seinlegast hefir þó verið að fullkomna stafamótin svo, að fegurð og samræmi letursins kæmist til jafns við handrit lista- skrifaranna. Enda er alment álitið, að Gutenberg hafi varið aleigu sinni og upp undir 20 árum æfinnar til þessa undirbúningsverks. Þegar 42 línu biblían er prentuð, hverjir sem unnið hafa verkið sjálft, er þetta jafnvægi og fegurðarbragur orðið á svo háu stigi, að hún er enn í dag talin ein hin fegursta bók, sem nokkru sinni hefir verið prentuð í þeim stíl. f fyrstu var leturgerðin sniðin eftir þáverandi handrita skrift, og fáar stærðir og lítil tilbreytni í stíl. En með tíð og tíma risu upp lista- menn um öll lönd á sviði leturgerð- arinnar, og um leið jókst fjölbreytni stílsins. Fengu letrin um leið ýms nöfn, eftir höfundunum eða löndun- um, sem þau urðu til í, eða jafnvel fyrstu bókunum, er birtust á því. Hafa nútíðar leturgerðarmenn end- urbætt mörg þeirra og vakið til nýs lífs. Er mér það mikil freisting, að geta hér hinna helstu snillinga og glæsimenna, sem fegruðu og full- komnuðu prentlistina, eftir að Gut- enberg og hina aðra frumherja henn- ar leið — alla leið niður til vorra tíma. En því miður er þess enginn kostur, svo vel sé, rúmsins vegna. F y r s t u prentunartilraunirnar munu hafa verið þannig, að silkið, skinnið eða pappírinn var lagt ofan á blekugt yfirborð skurðfjalanna og síðan þrýst ofan á með handafli. En brátt var komið auga á pressuna til þess starfs, og var hún auðvitað eins nauðsynleg og hreyfanlegt letur. Virðist hún strax hafa verið einn aðalhluti prentáhalda Gutenbergs, því í fyrstu skuldamálsskjölunum, 1439, er hennar getið. Enda þurfti hann ekki langt að leita þar. Skrúfu- pressur voru hafðar til að merja vín- ber og olífur, og lítið eitt breyttar við bókband og pappírsgerð. Aðal- breytingin var í því fólgin að búa til hentuga undirstöðu eða “beð” fyrir leturformið að hvíla á, sem hægt væri að hreyfa fram og aftur. Til er lýsing og mynd af einni pressu frá því snemma á tíð. Var hún þannig tilbúin, að viðarstólpar voru reistir frá gólfi til lofts. Milli þeirra var stöðvaður “beðurinn” úr fægðum steini. Á hann var lagt leturformið, sem í fyrstu var aðeins ein blaðsíða í senn. Að ofan var þykk viðarblökk, sem stjórnaðist af grófgerðri skrúfu með handfangi út úr. Svertan var borin á letrið, örkin fest á tvo odda í grind sem hvolfdist ofan yfir það, beðnum, með letur- forminu á, ýtt inn undir pressufargið og síðan gripið af alefli í handfang- ið. Á þann hátt þrýstist pappírsörkin að letrinu, og kraftaverkið skeði — prentuð pappírsörk kom úr press- unni. Örkin var hengd til þerris, því pappírinn var vættur, svo hann félli betur að letrinu. Hélst sá siður fram undir síðustu aldamót, eða eins lengi og flatar handpressur voru notaðar. Á þennan hátt voru prent- uð örfá hundruð á dag. En sú var bót í máli, að upplag bóka var þá ekki stórt. Þannig er áætlað, að aðeins 150 eintök hafi verið prentuð af hinni miklu Gutenberg-biblíu þeirra Fust og Schöffers. Var hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.