Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 104
82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í því andlega samfélagi hleypur
manni kapp í kinn, blóðið rennur
örar, hjartað slær hraðar. Sumt af
þessu eru gamlir kunningjar frá
skólaárunum, orðin kunnug, en í
innri meininguna legg eg nú dálítið
öðruvísi skilning, — svipað og með
vísu Gríms. — Þessar öldnu raddir
tala allar sömu tunguna — sömu
lifandi orðin.
Eg sit hér undir kletti, sunnan í
grasi gróinni brekku og skrifa þetta
á hné mér. Niðri í gilinii fellur
kristalstær þverá með töluverðum
straumi, fossum og flúðum. Þegar
maður horfir í strauminn, sýnist
vatnið altaf það sama, en það heldur
áfram, nýtt vatn brýtur á sömu stak-
steinunum. Svo er um hugsjónir
og þroska kynslóðanna. Sá lifandi
straumur veltur áfram, en sömu
steinarnir eru í veginum öld eftir
öld. Og smám saman vinnur afl
vits og vilja mannsandans á þeim
björgum.---------
Menn segja að landslag og veðr-
átta móti skapferli og hugarfar. —
Mér líður vel og er léttur í skapi.
Þetta er yndislegt kvöld, einmana-
legur dreymandi friður hvílir yfir
landinu, eins og það hefði aldrei
verið truflað af manna höndum. Eg
horfi út yfir táhreina veröld ís-
lenskrar sumardýrðar. Loftið er
tært og hreint og himininn heiður,
aðeins lítið eitt dreginn gullnum og
purpuralitum skýjaröndum. Fjöllin
eru mild á svip og aftansólin gyllir
tindana. Framundan liggur fjörð-
urinn spegilsléttur, blár og blikandi
og ber mynd f jallanna í faðminum.
Ef maður kallar eða hóar út í
kvöldkyrðina, dvergmála hæðirnar
arðin, sem berast svo milli hæðanna
uns þau deyja út líkt og fínustu
fiðlutónar. Þeir tónar seiða og töfra
huga og hjarta eins og einhverskon-
ar annarlegir strengleikar.
fsland á margþættar hulduraddir.
Við að hlusta á þær opnast ósýnilegir
heimar og mér finst eg heyra skó-
hljóð forfeðranna, fótatak dreng-
skapar og manndáða; við að hlusta,
styrkist eg í þeirri vissu, að til eru
þau verðmæti á þessari jörð, sem
eru þess virði að leggja alt í sölurn-
ar fyrir.”-------
Þorgerður velti fyrir sér síðustu
setningunni um verðmætin. Var ekki
hver einasta manneskja, sem vann að
nauðsynlegum hversdagsstörfum af
trúmensku, að vernda þau verðmæti?
Ýmislegt í þessu bréfi hafði ónáðað
hana undanfarna daga, hafði meira
að segja ásótt hana.
Hafði hún brugðist trausti sonar
síns, sem hún unni heitar en sínu
eigin lífi? Hafði hún brugðist
hreinskilni hans og drenglyndi, til-
finninganæmi æskumannsins og ör-
lyndi? Hafði henni mishepnast með
útbúnað hans svo að hún hefði gefið
honum, sem veganesti tómlæti i
huga, efa og vonbrigði yfir samúðar-
leysi hennar? Feginshendi hafði
hann auðsjáanlega gripið samúð og
uppörvan gamallar konu út á ís-
landi, sem þó var ekki hrifin af
stríðinu. Hún hafði sagt honum
forna goðasögu, sem virtist vera
honum andlegur styrkur, einhvers-
konar sálarforði. Þessi gamla góða
kona hafði gengið á leið með honum
á svipaðan hátt og Ásdís á Bjargi
gjörði með Gretti. Að skilnaði
hafði hún gefið Sæmundi andleg
vopn.
Hann hlustaði eftir röddum lands-