Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 105

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 105
ÚR ÞOKUNNI 83 ins og heyrði lifandi orð og fótatak horfinna forforeldra, sem veittu hon- um styrk í þeirri vissu að hann hefði gjört rétt, þegar hann breytti eftir bestu vitund. Hvað hafði hún svo gjört? Brugð- ist besta trausti sonar síns, og með því hafði hún tapað tiltrú hans á drengskap hennar og hugprýði. Henni hafði ekki tekist að leyna ímugust sínum á því að hann færi í stríðið. Mönnum tekst aldrei að leyna hugsunum sínum, þær eru mað- ur sjálfur. — Mundi hún nú hér eftir verða í langri leit eftir því, sem hún hafði tapað í hjarta sonar síns. Verða í langri vonlausri leit eins og gamla konan, sem leitaði dá- ins sonar meðal lifandi hermanna? Hafði hún sjálf tapað heilbrigðu jafnvægi, hlustað um of eftir skó- hljóði dauðans og með því brugðist sjálfu lífinu? Var hún strönduð einhversstaðar ú eyðiskeri eigingirninnar, úti í þokuhafi mannlífsins? Hafði hana skort hjartaprýði til að bera sorgir sínar þannig, að hún yrði mildari og betri manneskja fyrir reynsluna? Var hennar innri maður afskræmdur a eitthvað svipaðann hátt og kunn- *ngi Sæmundar hafði afmyndað feg- Urð stúlkunnar, sem sonur hennar var svo hrifinn af þessa stundina? Hún hafði ætlað sér að sjá fram- tíðinni borgið. Eftir að hún varð ekkja og hafði ekkert til að lifa á, Saf gamall húsbóndi hennar henni uftur skrifstofuvinnu með góðu baupi. Þegar henni hafði legið mest a> höfðu henni verið réttar margar ujálpar hendur. Hún hafði ætlað sér *ð byggja múr um sig og son sinn þar, sem þau væru bæði óhult. Þegar hann braut svo skörð í þann garð, hafði hún kastað skuggum inn í sál hans. í heilt ár hafði það kvalið hana að vita sjálfa sig leggja á flótta þegar sonur hennar sagði henni frá því að hann ætlaði að ganga í herinn. Svar hennar var undanfærsla og eigin- girni; þess gekk hún ekki dulin. Hvað varðar okkur um urgið í Ev- rópu og landaþræturnar? Hvað varð- ar okkur um kvalir, dauða og hörm- ungar annara? Hvað varðar okkur um, þótt særðum og deyjandi mönn- um og saklausum börnum sé sökt í sjó. Nýfædd ungabörn og konur í blóðböndum myrt, örvasa, gamal- menni deyi drottni sínum úti á víðavangi úr hungri og harðrétti? Hvað varðar okkur um þótt öll mann- leg réttindi og siðferðislögmál séu fótum troðin — ef við sleppum óhult sjálf? Alt þetta og miklu meira lá í spurningu sonar hennar um landa- þrætumálið. Var það að undra þótt hann spyrði hana um hvort hún hefði sömu skoðun enn þá. Nei, hún hafði algjörlega skift um skoðun í því máli — en hún gat ekki skift um þá skoðun að beitingu sverðsins fylgdu óútmálanlegar hörmungar um öll lönd — þó var nú svo komið, að sverðið hlaut að hafa úrskurðarvaldið, nú eins og fyr. *wr Þorgerður hrökk upp úr hugleið- ingum sínum við að heyra fótatak margra manna. Heil herdeild kom á móti henni fram úr þokunni. Ungir menn, hávaxnir og teinréttir, sem báru höfuðin hátt og voru glaðir í bragði, gengu framhjá. Fótatak þeirra, fast og reglubundið, fylgdi eftir hljómfalli hergöngulagsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.