Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 105
ÚR ÞOKUNNI
83
ins og heyrði lifandi orð og fótatak
horfinna forforeldra, sem veittu hon-
um styrk í þeirri vissu að hann hefði
gjört rétt, þegar hann breytti eftir
bestu vitund.
Hvað hafði hún svo gjört? Brugð-
ist besta trausti sonar síns, og með
því hafði hún tapað tiltrú hans á
drengskap hennar og hugprýði.
Henni hafði ekki tekist að leyna
ímugust sínum á því að hann færi í
stríðið. Mönnum tekst aldrei að
leyna hugsunum sínum, þær eru mað-
ur sjálfur. — Mundi hún nú hér
eftir verða í langri leit eftir því,
sem hún hafði tapað í hjarta sonar
síns. Verða í langri vonlausri leit
eins og gamla konan, sem leitaði dá-
ins sonar meðal lifandi hermanna?
Hafði hún sjálf tapað heilbrigðu
jafnvægi, hlustað um of eftir skó-
hljóði dauðans og með því brugðist
sjálfu lífinu?
Var hún strönduð einhversstaðar
ú eyðiskeri eigingirninnar, úti í
þokuhafi mannlífsins? Hafði hana
skort hjartaprýði til að bera sorgir
sínar þannig, að hún yrði mildari og
betri manneskja fyrir reynsluna?
Var hennar innri maður afskræmdur
a eitthvað svipaðann hátt og kunn-
*ngi Sæmundar hafði afmyndað feg-
Urð stúlkunnar, sem sonur hennar
var svo hrifinn af þessa stundina?
Hún hafði ætlað sér að sjá fram-
tíðinni borgið. Eftir að hún varð
ekkja og hafði ekkert til að lifa á,
Saf gamall húsbóndi hennar henni
uftur skrifstofuvinnu með góðu
baupi. Þegar henni hafði legið mest
a> höfðu henni verið réttar margar
ujálpar hendur. Hún hafði ætlað sér
*ð byggja múr um sig og son sinn
þar, sem þau væru bæði óhult. Þegar
hann braut svo skörð í þann garð,
hafði hún kastað skuggum inn í sál
hans.
í heilt ár hafði það kvalið hana að
vita sjálfa sig leggja á flótta þegar
sonur hennar sagði henni frá því að
hann ætlaði að ganga í herinn. Svar
hennar var undanfærsla og eigin-
girni; þess gekk hún ekki dulin.
Hvað varðar okkur um urgið í Ev-
rópu og landaþræturnar? Hvað varð-
ar okkur um kvalir, dauða og hörm-
ungar annara? Hvað varðar okkur
um, þótt særðum og deyjandi mönn-
um og saklausum börnum sé sökt í
sjó. Nýfædd ungabörn og konur í
blóðböndum myrt, örvasa, gamal-
menni deyi drottni sínum úti á
víðavangi úr hungri og harðrétti?
Hvað varðar okkur um þótt öll mann-
leg réttindi og siðferðislögmál séu
fótum troðin — ef við sleppum óhult
sjálf? Alt þetta og miklu meira lá
í spurningu sonar hennar um landa-
þrætumálið. Var það að undra þótt
hann spyrði hana um hvort hún hefði
sömu skoðun enn þá.
Nei, hún hafði algjörlega skift um
skoðun í því máli — en hún gat ekki
skift um þá skoðun að beitingu
sverðsins fylgdu óútmálanlegar
hörmungar um öll lönd — þó var nú
svo komið, að sverðið hlaut að hafa
úrskurðarvaldið, nú eins og fyr.
*wr
Þorgerður hrökk upp úr hugleið-
ingum sínum við að heyra fótatak
margra manna. Heil herdeild kom á
móti henni fram úr þokunni. Ungir
menn, hávaxnir og teinréttir, sem
báru höfuðin hátt og voru glaðir í
bragði, gengu framhjá. Fótatak
þeirra, fast og reglubundið, fylgdi
eftir hljómfalli hergöngulagsins.