Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 112
90
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mælt, at hann myndi af hendi láta
búit, en Hersteinn tæki við.”
Allir útgefendur sögunnar eða vís-
indamenn, sem hafa skrifað um hana
og að minsta kosti hugsað um þessa
setningu, álíta þessi orð Gunnars við
Þórð vera lýgi, sem stafi frá því að
Gunnari hafi þótt það gott ráð til
þess að fá Þórð til að játa trúlofun-
aráætlunum Hersteins og Þuríðar
(Þórunnar). En engum hefir dottið
í hug, að það gæti verið hyggjuleysi
hjá höfundinum, og að hann hafi
skrifað þessar línur án þess að muna,
að hann hafi sjálfur, nokkrum kapí-
tulum fyrr, látið brenna inni þann
mann, sem átt er við með þessum
orðum.
Eg veit að þetta getur þótt nokkuð
vafasamt við fyrstu sýn, en því fer á
alt annan hátt, þegar búið er að at-
huga málið nánar. Og ef þessi skoð-
un reyndist vera sennileg, þá yrði
hún, ef ekki beinlínis sönnun þess,
sem við sögðum ofar um hyggju-
leysi höfundar, þá að minsta kosti
í góðu samræmi við það.
Nú látum oss sjá, hvaða rök við
getum leitt að henni.
Fyrst er það að mér sýnist lýgis-
getgátan vera mjög ósennileg í
sjálfri sér og hér að neðan rökstyð
eg af hverju hún gerir það.
Til þess eru margar ástæður. Fyrst
og fremst var það alls ekki nauðsyn-
legt að grípa til þessháttar ráða til
þess að fá Þórð til að taka að sér
mál Hersteins. Því hefir Sigurður
Nordal með réttu tekið eftir. Hann
segir: “-------slíkt virðist--------
óþarft, því að hin nána frændsemi
Þórðar við konuefni Hersteins hlaut
að leiða til þess, að hann tæki að sér
mál hans.” Hann segir líka, í sömu
neðanmálsgrein (bls. 32, nmgr. 1):
“Það mun vera alveg einsdæmi að
kona sé föstnuð þannig tvisvar, eins
og dóttir Gunnars er föstnuð Her-
steini, að því er sagan segir, fyrst af
föður hennar og síðan af móður-
bróður hennar. Fyrri föstnunin var
lögum samkvæm, en hin síðari ekki.”
Svo við sjáum, að auk þessa fyrsta
ósennileika sem við bendum á, nfn.
að Gunnar þurfti alls ekki vilyrði
Þórðar, höfum við annað, nfn. að
þvílík tvöföstnun var alveg óheimil.
En það er ekki allt. Þó að Gunn-
ari hafi samt sem áður þótt ráðlegt
að láta fastna dóttur sína af Þórði,
þá hefði hann ekki þurft að tiltaka
svo nákvæmlega áætlun Blund-Ket-
ils, að láta búið af hendi, af því að
þessi áætlun var alveg óeðlileg og
ótrúleg. Blund-Ketill var nógu ríkur,
að minsta kosti gerir söguritarinn
hann svo ríkan, að það hefði verið
alveg sjálfsagt að hann gæfi syni
sínum góða meðgjöf og mikið fé við
ráðahag hans. Þetta hefði verið svo
sjálfsagt, að hvorki Gunnar né höf-
undur sögunnar þurfti að minnast á
það.
Ennþá óeðlilegra þykir mér það
vera af þeirri ástæðu, að á þeim tíma
gat Blund-Ketill Geirsson (sá sem
söguritarinn lætur brenna inni) alls
ekki verið eldri en 42 ára. Faðir
Blund-Ketils, Geir inn auðgi í Geirs-
hlíð getur alls ekki hafa kvænst fyr
en milli 915 og 926 (sjá B. S. XVII
texta og nmgr. 2) og hefir brúð-
kaupsár hans að öllum líkindum ver-
ið 920, eins og Sigurður hefir sýnt.
Það er að segja, að Blund-Ketill
hefir verið, eins og við sögðum rétt
áðan, í hæsta lagi 42 ára þegar sögu-
höfundurinn lætur hann brenna. Er