Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 126

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 126
104 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ir, að ef þeir telja sér vísan ósigur í ein- hverri baráttu, vilja þeir leggja niður vopnin þegar í stað eða jafnvel hlaupa í lið með hinum væntanlega sigurveg- ara til þess að flýta fyrir úrslitunum og vera réttu megin að leikslokum. En engin afstaða getur verið fjær drengi- legri sjálfsvirðingu eins og hún hefir verið með öllum órotnum þjóðum og ekki síst íslendingum. Þjóð vor hefir frá fornu fari samhliða öllum öðrum trúarskoðunum trúað á örlög, hörð og miskunarlaus eins og landið sem hún hefir bygt. En hún hefir líka trúað því, að þessum örlögum væru ein takmörk sett. Þau gætu ekki beygt öruggan mannsvilja. Sóminn var undir því kom- inn að berjast til þrautar, við hvaða ofurefli sem var að etja, og bjarga svo manngildinu, dýrustu eigninni, þó að alt annað færi forgörðum. Þetta er sá kjarni goðsögunnar um Ragnarök, sem vakið hefir aðdáun hinna vitrustu manna víða um heim og í augum þeirra lyft norrænni heiðni á hærra stig en forntrú Grikkja og Rómverja. Þetta er rauði þráðurinn í lífsskoðun íslendinga- sagna og sjálfri sögu þjóðarinnar allar þær aldir, sem hún barðist á heljar þremi, án þess að glata sjálfsvitund sinni, gleyma ábyrgði sinni gagnvart feðrum og niðjum.” í þessum anda skyldi vor þjóðernis- lega barátta háð, og eg veit, að margir í vorum hópi eru þannig skapi farnir, enda er engin sigurvon fyrir þann mál- stað, sem menn bera fram hálfir og veilir, en “stórt er best að vinna.” Skal þá greint stuttlega frá þeim mál- um, og öðrum þeim skyldum, sem stjórnarnefndin hefir haft með höndum á árinu: Útbreiðslumál Hið merkasta, sem unnist hefir í þá átt á árinu, er stofnun tveggja nýrra deilda í Nýja-lslandi. Af hálfu stjórn- arnefndar fóru þeir hr. Ásmundur P. Jóhannsson, séra Valdimar J. Eylands og vara-forseti í útbreiðsluferð þangað á siðastliðnu hausti og héldu þar sam- komur. Var árangurinn sá, að nú hafa stofnaðar verið deildir bæði í Riverton og Árborg, sem þegar hafa byrjað fund- arhöld. Munu fulltrúar þeirra hér á þinginu skýra frekar frá stofnun deild- anna og störfum. En jafnframt því sem eg býð þær velkomnar í félagið, vil eg fyrir hönd þess þakka öllum þeim á' nefndum stöðum, er studdu að stofn- un deildanna. Nokkrar fyrirlestraferðir hafa farnar verið undir umsjá félagsins á árinu, og ber þar einkum að telja fyrirlestrahöld þeirra Guttorms J. Guttormssonar skálds, og Thor Thors alþingismanns. Flutti Guttormur erindi á samkomum deildanna í Saskatchewan og víðar, og var honum og máli hans hvarvetna vel fagnað, eins og vænta mátti. Að fyrirlestrahöldum Thors alþingismanns skal síðar vikið. Af stjórnarnefndar- mönnum flutti séra Philip M. Pétursson og séra Valdimar J. Eylands ræður á ís- lendingadegi að Mountain, N. Dak., sem deildin “Báran” stofnaði til; vara-forseti var einnig mættur og flutti frumort kvæði. Séra Valdimar flutti einnig ræðu á íslendingadeginum að Gimli- Vara-forseti hefir einnig á árinu flutt ræður um íslensk og norræn efni á ýmsum stöðum í Norður-Dakota og Minnesota (meðal annars tvær útvarps- ræður um Leif Eiríksson) á ensku og norsku, og ritað margt um sömu efni á þeim málum og dönsku, í blöð og tíma- rit viðsvegar um Bandaríkin. Þá hafa ýmsir af félagsmönnum unn- ið þarft og þakkarvert útbreiðslustarf með ræðuhöldum um íslensk efni: — frú Jakobína Johnson með fjölmörgum erindum á Kyrrahafsströndinni, Árni Helgason með sýningu íslandsmynda sinna á mörgum stöðum í bygðum vor- um og Einar P. Jónsson ritstjóri með ræðuhöldum sinum á íslendingadögum vestur við haf og með öðrum erindum um íslenska menningu á þeim slóðum, en tvö þeirra voru flutt á ensku á Kennaraskólanum í Bellingham, Wash. Deildir félagsins á ýmsum stöðum hafa gengist fyrir samkomum og með þeim hætti lagt sinn skerf til út-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.