Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 127

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 127
ÞINGTÍÐINDI 105 breiðslustarfsins. í þvi sambandi er skylt að geta þess sérstaklega, að deildin “Báran” átti frumkvæðið að því, að ís- lendingar í N. Dakota tóku prýðilegan þátt í hátiðahöldunum í Bismarck í til- efni af 50 ára afmæli ríkisins á síðast- liðnu sumri. Margir, bæði hér nyrðra °g í Dakota, studdu með ýmsum hætti að þeirri þátttöku, en það er allra mál, að þeim Ragnari H. Ragnar, söngstjóra °g Guðmundi dómara Grímson beri sér- stök þökk fyrir dugnað að framgangi Þessa máls. Þetta er það helsta, sem eg veit um í sambandi við útbreiðslu- ttiálin, en hafi þeir allir aðrir þökk, sem þar kunna að hafa lagt hönd á plóg. Nógu er sá akurinn víðlendur. Þá hef- ir deildin “Báran” annað merkismál bieð höndum, en það er að reisa skáld- inu K. N. Júlíus minnisvarða; verð- skuldar það mál stuðning almennings. frœðslumál Eins og að undanförnu hefir félagið siðastliðið ár haldið uppi laugardags- skóla í íslensku hér í Winnipeg, undir stjórn séra Runólfs Marteinssonar, en aðrir kennarar hafa verið: Mrs. E. P. Jónsson, Mrs. C. Friðriksson og Mrs. Daníelsson. Skuldar félagið skóla- stjóra og kennurum mikla þökk fyrir fórnfýsi þeirra og vel unnið starf, og sömuieiðis Ásm. P. Jóhannsson, sem nú eins og fyrri hefir unnið að skólahald- ir}u af miklum áhuga. Þarna er völ á hinum ágœtustu kennurum og ókeypis lslensku-kenslu. Þeim mun leiðara er að þurfa að segja það, að foreldrar hafa fki notfært sér þetta dýrmæta tæki- ®ri sem skyldi. Þá hafa ýmsar deildir fiagsins staðið fyrir íslensku-kenslu í Sínum bygðarlögum, og er það hin þakkarverðasta starfsemi. Hefir félagið Veitt dálítinn styrk til þessa nytja- starfs, og er þvi fé sannarlega vel varið. Samvinnumál við ísland f’au gerast nú fjölþættari en áður og enna þannig margar stoðir undir . na yfir hafið”; einkum hafa oss með orgu móti verið réttar bróðurhendur eiman Um haf á siðastliðnu ári. Aðal framlagið til þeirrar samvinnu af vorri hálfu er hlutdeild vor i íslandssýning- unni í New York; en eins og forseti tók fram í skýrslu sinni í fyrra, var, eftir beiðni utanríkismálaráðuneytisins á Is- landi, nefnd skipuð að tilhlutun Þjóð- ræknisfélagsins, er gekst fyrir fjársöfn- un hér vestra til að koma upp við sýn- ingarskála Islands eir-afsteypu af Leifs Eiríkssonar myndastyttunni, sem Bandaríkjaþjóðin sendi íslandi að gjöf 1930. I nefndinni voru dr. Rögnvaldur Pétursson, formaður; Ásm. P. Jóhanns- son, féhirðir; Árni Eggertsson, dr. B. J. Brandson, dr. Vilhjálmur Stefánsson, Guðmundur dómari Grimson og Gunnar B. Björnsson. Urðu Islendingar svo vel við málaleitun nefndarinnar, að alls söfnuðust $2,615.45. Vil eg fyrir félagsins hönd þakka söfnunarnefnd- inni starf sitt og öllum þeim, sem drengilega studdu þetta mál með grein- um og örlátum fjárframlögum. Hér voru allir eitt og sást þess glöggur vottur í verki. Hverjum augum heimaþjóðin leit á þessa samvinnu má gleggst marka af eftirfarandi skeyti, sem Hermann Jónasson, forsætisráðherra íslands, sendi forseta félags vors 17. júní s. 1. og birt var í báðum íslensku vikublöðun- um hér: “Á hátíðadegi Islands á Heimssýn- ingunni í New York votta eg forsetanum, Þjóðræknisfélaginu og Islendingum í Vesturheimi bestu þakkir fyrir drengi- lega aðstoð við Islandssýninguna. — Bestu kveðjur.” Þess var æskt, að fulltrúi frá Þjóð- ræknisfélaginu tæki þátt i hátíðahöld- unum á íslandsdeginum á Heimssýn- ingunni; þar sem enginn úr stjórnar- nefndinni átti hægt með að vera við- staddur hátíðahöldin var dr. Vilhjálmur Stefánsson fenginn til að koma þar fram fyrir hönd félagsins. J. T. Thor- son, sambandsþingmaður, flutti kveðjur frá Canada við það tækifæri. Skal eg svo ekki orðlengja frekar um þátttöku vora í íslandssýningunni, en ítarlegri greinargerð þar að lútandi mun verða lögð fram hér á þinginu. Þá er að víkja að samvinnunni við oss
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.