Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 128

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 128
106 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA frá heimaþjóðinni og vináttumerkjum þaðan, en sú frásögn verður drjúgum fáorðari en efni standa til, þvi að svo margt kemur þar til framtals, sem þakka skyldi. Ber þar hœst hinn fyrsta Vestmannadag, sem haldinn var á Þingvöllum 2. júlí s. 1. með mikilli við- höfn og við mikla aðsókn; og i öðru lagi Þjóðræknisfélagi, sem stofnað var i Reykjavík 1. des. síðastl. Skipa stjórn- arnefnd félagsins, aðalstofnendurnir, þeir alþingismennirnir Jónas Jónsson, Thor Thors og Ásgeir Ásgeirsson; eru þeir allir gamlir gestir vorir og velunn- arar. En í fulltrúaráði félagsins eiga sæti fjöldi hinna merkustu manna og kvenna, úr öllum stéttum, stöðum og flokkum, og má ýkjulaust segja, að þar er rúm hvert vel skipað. Vestmanna- dagurinn og stofnun Þjóðræknisfélags- ins á islandi eru hin merkilegustu spor og heillavænlegustu í áttina til auk- inna menningarlegra samskifta milli íslendinga austan hafs og vestan. Þá skal þess getið með þakklæti, að lands- stjórnin á Islandi bauð að senda hinn góðkunna kennara Steingrím Arason hingað vestur til barnakenslu og fyrir- lestrahalda árlangt. Samþykti stjórnar- nefndin að taka þessu sæmdarboði, en rétt um það leyti, sem Steingrímur kennari skyldi hingað koma, skall styrj- öldin á, og varð ekki úr komu hans af þeirri ástæðu að sinni, hvað sem seinna verður. Eins og skýrt var frá í íslensku viku- blöðunum barst Þjóðræknisfélaginu hin ágætasta gjöf frá Sambandi Ungmenna- félaga islands: — 500 myndir af Jóni forseta Sigurðssyni. Er ætlast til að mynd þessarar ástsælu frelsishetju vorrar komist inn á sem flest íslensk heimili hér vestan hafsins, og nota menn sér væntanlega það tækifæri, sem hér gefst til að eignast hana. Er þetta ekki í fyrsta sinni sem Ungmenna- félögin hafa sýnt virkan vinarhug í vorn garð. Þau áttu á sínum tíma frumkvæðið að heimboði Stephans G. Stephanssonar og frú Jakobínu Johnson til islands. Jafnframt því sem þess er minst með þakklæti, er Ungmennafé- lögunum innilega þökkuð fyrnefnd vin- argjöf. Þá þykir mér hlýða að geta þess, að félagsbróðir vor séra Jakob Jónsson hef- ir nýlega af kirkjumálaráðherra Islands verið skipaður í nefnd þá, sem vinnur að undirbúningi að nýrri útgáfu á ís- lensku sálmabókinni. Góðir gestir Fátt styrkir meir ættarböndin milli islendinga heima og hér heldur en gagnkvæmar heimsóknir; því fögnum vér Vestmenn sérstaklega komu góðra gesta af íslandi. Var, góðu heilli, mikið um slíkar heimsóknir á liðnu ári. Fyrst bar að garði þau hjónin Thor Thors al- þingismann og frú hans. Flutti hann undir umsjón Þjóðræknisfélagsins fyr- irlestra um ísland hér í Winnipeg, Gimli, Glenboro, Selkirk og Mountain, N. Dak., og stóðu deildir félagsins að samkomuhöldunum á tveim stöðunum síðastnefndu. Unnu þau hjónin sér fá- gætar vinsældir hvarvetna og var yfir- leitt prýðisgóð aðsókn að hinum inni- haldsríku og vel fluttu fyrirlestrum Thors alþingismanns; er enginn vafi á því, að þjóðræknismálum vorum hefir orðið hinn mesti gróði að komu hans. Einhverjir úr stjórnarnefnd félagsins voru jafnan í ferð með þeim hjónum, og auk þess lengstum Grettir ræðis- maður Jóhannsson; vegna veikinda for- seta stýrði vara-forseti öllum fyrirlestra- samkomum þessum. En eins og löngu er þjóðkunnugt orð- ið hér vestra, átti Thors alþingismaður annað erindi jafnframt fyrirlestrahöld- unum sínum. I hinu veglega og sögu- ríka kveðjusamsæti, sem þeim hjónum var haldið hér í borg, afhenti Thors, fyrir hönd íslandsstjórnar, mörgum mönnum heiðursmerki Fálkaorðunnar, sem konungur íslands og Danmerkur hafði sæmt þá samkvæmt tilmælum stjórnarinnar. Ýmsir aðrir hér vestan hafs höfðu fyr á árinu og hafa síðan verið sæmdir Fálkaorðunni, og telst mér til, að þeir íslendingar í landi hér, karlar og konur sem heiðraðir hafa ver- ið með þeim hætti á síðastliðnu ári, séu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.