Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 134

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 134
112 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA Bókasafn hjá deildinni “Frón”: Bókasafnið er eign Þjóðrœknisfélags- ins; Deildin “Frón” mun leggja fram skýrslu því viðvíkjandi á þessu þingi. —Winnipeg, 19. febr. 1940. S. W. Melsted, skjalavörður Þá flutti ritari svohljóðandi yfirlit yfir störf sin á árinu: Ritaraskýrsla Á þessu nýliðna nefndarári hefir stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins haft með sér 10 fundi. Voru fimm þeirra setnir að heimili Ásmundar P. Jóhanns- sonar, tveir heima hjá forseta félagsins, Dr. Rögnv. Péturssyni, tveir í Jóns Bjarnasonar skólanum og hinn síðasti í húsi ritara. Nefndin hafði með höndum öll hin vanalegu störf, sem þingið hafði falið henni og sjaldan breytast ár frá ári, svo sem útbreiðslu- og útgáfumál, auk nokkurra ófyrirsjáanlegra auka- atriða, sem fyrir koma á ári hverju, svo sem gestakomur, óumflýjanleg veislu- höld í sambandi við þær og fleira þess- háttar. Tekur það oft meiri undirbún- ing og fleiri snúninga en margan varir. Það sem kastaði skugga á, að öðru leyti ánægjulega og friðsama samvinnu nefndarinnar, voru hin langvarandi og ólæknandi veikindi forsetans. Samt sat hann sex fundi nefndarinnar og stjórn- aði þeim, oftast sárlasinn. Hinir fjórir fundirnir fóru fram undir stjórn vara- forsetans, Dr. Richard Beck. Ritari skrifaði fleiri bréf á þessu ári, viðvíkjandi ýmsum málum félagsins, en hann minnist að hafa gert nokkru sinni fyr. Var fjöldi þeirra í sambandi við hinar svonefndu ókeypis blaðasend- ingar frá íslandi til lestrarfélaga og fé- lagsdeilda hér vestra. Bendi eg meðal annars á þetta vegna þess, að eg hefi fengið ákúrur úr ýmsum áttum fyrir vanskil og að kostnaðaráætlun standi ekki heima, o. s. frv., ennfremur bendi eg á það nú vegna þess, að þetta þing verður að ákveða og ráða fram úr hvað gera skuli framvegis í þessu blaða- máli. Kemur það væntanlega upp síð- ar á þinginu, þótt því hafi enn ekki verið ætlað sæti á dagsskrá. Enda þótt vara-forsetinn hafi nú þeg- ar í ávarpi sínu farið mjög ítarlega út í samvinnumálin, get eg ekki leitt hjá mér, að gleðjast yfir og benda á með honum, að aldrei hefir höndin yfir hafið að heiman verið rétt til vor af meira örlyndi og einlægari vinarhug en á þessu liðna ári. Má eflaust rekja það að nokkru leyti til fyrri heimsókna góðra gesta frá íslandi, — en óhikað tel eg þ'' að mest stafi það frá hinum víðtæku og heillaríku áhrifum vors fallna forseta, sem ávalt ástundaði, að halda á lofti hinum hærri hugsjónum og virðuleika félags vors, og aldrei lét undir höfuð leggjast að krefjast fullrar viðurkenn- ingar og jafnræðis Vestur-fslendinga í hinu andlega ríki íslensku þjóðarinnar. Félag vort er nú tuttugu og eins árs gamalt. Það stendur því á þýðingar- miklum tímamótum. Vér vitum öll, að það hefir oft átt ervitt uppdráttar, en hvað framundan liggur verður tíminn auðvitað að skera úr. (Hér var með nokkrum orðum minst á sögu félagsins og þeirra, er lengst hafa setið í stjórn þess. Hefir það verið aukið að nokkru og birtist sem sérstök grein hér næst á undan.) Gísli Jónsson Var þessi greinargerð samþykt af þingheimi á vanalegan hátt. Ásmundur P. Jóhannsson gerði til- lögu um, að forseti skipi þriggja manna fjármálanefnd. — Sveinn Thorvaldson, M.B.E., studdi, og í nefndina voru skip- aðir: Ásm. P. Jóhannsson Sveinn Thorvaldson Thorsteinn J. Gíslason Þá varð lítið hlé á fundarstörfum, Því fulltrúar frá deildum voru ekki við- búnir að flytja deildarskýrslur. Á með- an tók Ásm. P. Jóhannsson til máls, og benti þingheimi á, að félaginu hefði borist að gjöf frá Ungmennafélögum Is' lands 500 eintök af mynd Jóns Sig- urðssonar, og væru þær til útbýtingsr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.