Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 138

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 138
116 TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA standa á fætur og hafa nokkurra mín- útna fundarhlé, og beina hluttekninga hugskeytum til ekkju og fjölskyldu okk- ar ástsæla Þjóðræknisfélags forseta og mikilmennis, til merkis um söknuð deildarinnar yfir fráfalli hans. — Þegar fundurinn tók til starfa aftur var gerð tillaga um að forseti útnefni þrjá menn til að skrifa samúðarskeyti til frú Hólm- fríðar Pétursson og nánustu ættmenna, fyrir hönd deildarinnar, sem lesast skuli á þjóðræknisþingi, og birt í báð- um ísl. blöðunum. Þessir voru tilnefnd- ir, auk skrifara: V. G. Guðmundson og Chr. Indriðason; og er það ávarpið sem hér fylgir: Frú Hólmfríður Pétursson, 45 Home St., Winnipeg. Dakota þjóðræknisdeildin Báran læt- ur hér með í ljósi sina innilegustu sam- úð, og meðlíðan, með þér og fjölskyld- unni og öðrum nánum ættmennum, við fráfall ykkar ástríka eiginmanns, föður og bróður. — Þessi deild eins og allar aðrar deildir Þjóðræknisfélagsins finn- ur til þess með sársauka, að með burt- för hans sé það skarð höggvið sem erfitt verði að fylla, svo vel sé. En við treystum því að minningin um hann og hans mikla lífsstarf geti orðið til að glæða svo áhuga einhverra hinna efni- legustu manna af yngri kynslóðinni að þeir kappkosti að fylla sæti hans í framtíðinni. í þeirri von heldur þjóð- ræknisstarfið áfram, í öruggri trú um sigur í framtíðinni, þrátt fyrir þann mikla söknuð sem kveðinn er að öllum þeim fjölmenna hóp sem kyntist Dr. Rögnvaldi Péturssyni vel, annaðhvort persónulega eða af ræðum hans og rit- gerðum, og kunnu að meta hans frá- bæru hæfileika og mannkosti. Við syrgjum hann sem forstöðumann og leiðtoga þessa félagsskapar; sem af- kastamann, á öllum menningarsviðum sem hann starfaði á. Og við syrgjum hann sem hugljúfan samferðamann og einlægan vin. En við vitum að sorg- in er dýpst hjá þeim sem næstir standa, og biðjum Guð að veita þeim styrk og hugarfró. Thorl. Thorfinnson V. G. Guðmundson C. Indriðason Tillaga séra Jakobs Jónssonar, studd af Sveini Thorvaldsyni, að deildar- skýrsla þessi ásamt samúðarbréfinu sé meðtekin með þökkum. Samþykt. I sambandi við og í tilefni af því, er undanfarin skýrsla mintist hr. Árna Helgasonar og hreyfimyndar þeirrar, er hann sýndi, gerði séra Jakob Jónsson tillögu þess efnis, að Árna Helgasyni sé vottuð sérstök þökk félagsins fyrir hans mikla og ágæta þjóðræknisstarf á um- liðnu ári. Sveinn Thorvaldson studdi tillöguna og var hún samþykt í einu hljóði. Þá var lesin skýrsla frá Selkirk- deildinni “Brúin”. Ársskýrsla deildarinnar "Brúin" Selkirk, fyrir árið 1939 Þessi deild hefir aukist talsvert að meðlimafjölda nú um síðast liðin ára- mót, og er það mikið að þakka samein- ingu Lestrarfélagsins við deildina. Störf deildarinnar hafa verið hip sömu og undanfarin ár. íslensku skóli var haldinn í tvo og hálfan mánuð undir stjórn Mrs. J. E. Erickson; um 40 unglingar tóku þátt í þeirri kenslu. Helsti viðburður innan deildarinnar á árinu var heimsókn hr. Thor Thors og frúar hans. Allir er hlustuðu á hr. Thors voru hrifnir af ræðu hans, og Þ& ekki síður af framkomu þeirra hjóna, þá stuttu stund er þau dvöldu hjá okk- ur. Fyrir tilstilli Jónasar Jónssonar, fyr- verandi dómsmálaráðgjafa, stjórnar Þjóðræknisfélagsins, og annara góðra manna. hafa þrjú helstu dagblöðin ver- ið send endurgjaldslaust til deildarinn- síðan í júlí í sumar er leið. Deildin hefir gengið inn á að greiða fyrir burð- argjald og umbúðir. Fyrir þetta er deild- in þakklát til allra hlutaðeigandi. Fjárhhagsskýrsla gjaldkera eins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.