Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 138
116
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
standa á fætur og hafa nokkurra mín-
útna fundarhlé, og beina hluttekninga
hugskeytum til ekkju og fjölskyldu okk-
ar ástsæla Þjóðræknisfélags forseta og
mikilmennis, til merkis um söknuð
deildarinnar yfir fráfalli hans. — Þegar
fundurinn tók til starfa aftur var gerð
tillaga um að forseti útnefni þrjá menn
til að skrifa samúðarskeyti til frú Hólm-
fríðar Pétursson og nánustu ættmenna,
fyrir hönd deildarinnar, sem lesast
skuli á þjóðræknisþingi, og birt í báð-
um ísl. blöðunum. Þessir voru tilnefnd-
ir, auk skrifara: V. G. Guðmundson og
Chr. Indriðason; og er það ávarpið sem
hér fylgir:
Frú Hólmfríður Pétursson,
45 Home St., Winnipeg.
Dakota þjóðræknisdeildin Báran læt-
ur hér með í ljósi sina innilegustu sam-
úð, og meðlíðan, með þér og fjölskyld-
unni og öðrum nánum ættmennum, við
fráfall ykkar ástríka eiginmanns, föður
og bróður. — Þessi deild eins og allar
aðrar deildir Þjóðræknisfélagsins finn-
ur til þess með sársauka, að með burt-
för hans sé það skarð höggvið sem
erfitt verði að fylla, svo vel sé. En við
treystum því að minningin um hann og
hans mikla lífsstarf geti orðið til að
glæða svo áhuga einhverra hinna efni-
legustu manna af yngri kynslóðinni að
þeir kappkosti að fylla sæti hans í
framtíðinni. í þeirri von heldur þjóð-
ræknisstarfið áfram, í öruggri trú um
sigur í framtíðinni, þrátt fyrir þann
mikla söknuð sem kveðinn er að öllum
þeim fjölmenna hóp sem kyntist Dr.
Rögnvaldi Péturssyni vel, annaðhvort
persónulega eða af ræðum hans og rit-
gerðum, og kunnu að meta hans frá-
bæru hæfileika og mannkosti.
Við syrgjum hann sem forstöðumann
og leiðtoga þessa félagsskapar; sem af-
kastamann, á öllum menningarsviðum
sem hann starfaði á. Og við syrgjum
hann sem hugljúfan samferðamann og
einlægan vin. En við vitum að sorg-
in er dýpst hjá þeim sem næstir standa,
og biðjum Guð að veita þeim styrk og
hugarfró.
Thorl. Thorfinnson
V. G. Guðmundson
C. Indriðason
Tillaga séra Jakobs Jónssonar, studd
af Sveini Thorvaldsyni, að deildar-
skýrsla þessi ásamt samúðarbréfinu sé
meðtekin með þökkum. Samþykt.
I sambandi við og í tilefni af því, er
undanfarin skýrsla mintist hr. Árna
Helgasonar og hreyfimyndar þeirrar, er
hann sýndi, gerði séra Jakob Jónsson
tillögu þess efnis, að Árna Helgasyni sé
vottuð sérstök þökk félagsins fyrir hans
mikla og ágæta þjóðræknisstarf á um-
liðnu ári. Sveinn Thorvaldson studdi
tillöguna og var hún samþykt í einu
hljóði.
Þá var lesin skýrsla frá Selkirk-
deildinni “Brúin”.
Ársskýrsla deildarinnar "Brúin"
Selkirk, fyrir árið 1939
Þessi deild hefir aukist talsvert að
meðlimafjölda nú um síðast liðin ára-
mót, og er það mikið að þakka samein-
ingu Lestrarfélagsins við deildina.
Störf deildarinnar hafa verið hip
sömu og undanfarin ár. íslensku skóli
var haldinn í tvo og hálfan mánuð
undir stjórn Mrs. J. E. Erickson; um 40
unglingar tóku þátt í þeirri kenslu.
Helsti viðburður innan deildarinnar á
árinu var heimsókn hr. Thor Thors og
frúar hans. Allir er hlustuðu á hr.
Thors voru hrifnir af ræðu hans, og Þ&
ekki síður af framkomu þeirra hjóna,
þá stuttu stund er þau dvöldu hjá okk-
ur.
Fyrir tilstilli Jónasar Jónssonar, fyr-
verandi dómsmálaráðgjafa, stjórnar
Þjóðræknisfélagsins, og annara góðra
manna. hafa þrjú helstu dagblöðin ver-
ið send endurgjaldslaust til deildarinn-
síðan í júlí í sumar er leið. Deildin
hefir gengið inn á að greiða fyrir burð-
argjald og umbúðir. Fyrir þetta er deild-
in þakklát til allra hlutaðeigandi.
Fjárhhagsskýrsla gjaldkera eins og