Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 148

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 148
126 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA Þjóðræknisfélagsins. Þetta hepnaðist næsta dag. Fór þá formaður, ritari og séra R. Marteinsson á fund stjórnar- nefndarinnar og lögðu fyrir hana tvær spurningar: í fyrsta lagi hvort stjórn- in væri fús til þess að veita nefndinni samvinnu, aðstoð og upplýsingar; I öðru lagi hvort nefndin mætti vænta þess að Þjóðræknisfélagið legði fram eitthvað að mörkum þegar hafin yrði fjársöfnun fyrir fyrirtækið; lagði nefndin áherslu á að þetta væri nauðsynlegt, hversu lág sem upphæðin væri frá félaginu, því það sýndi út á við almennan félags- stuðning og gæfi nefndinni meira traust. Fyrra atriðinu var svarað ját- andi í einu hljóði, en hinu síðara neitað. Lá nú ekki annað fyrir en annað- hvort að leggja árar í bát eða leggja af stað í almenna samskotaferð um allan Vesturheim. Liggur það því í augum uppi hvílíkar fagnaðarfréttir það voru nefndinni, og hversu óvænt það var þegar Soffanias Thorkelsson skýrði henni frá því að hann væri þess fús að ábyrgjast allan kostnað til bráðabirgða á fyrstu bókinni. Þessi gleðitíðindi voru nefndinni eins og sól á heiðum himni, og var nú tafar- laust ráðinn söguritarinn og byrjað á því að skipuleggja verkið í samráði við hann. Samkvæmt veittri heimild hefir nefndin bætt við sig fjórum mönnum, þeim: Dr. B. J. Brandson, Dr. R. Péturs- son, H. A. Bergman, K.C., og Á. P. Jó- hannsson. Valdi nefndin þrjá hina fyrsttöldu sem ritnefndarmenn í sam- vinnu við söguritarann, en þann síð- astnefnda sem formann fjármálanefnd- ar. Við lát Dr. R. Péturssonar var próf. R. Beck valinn sem þriðji maður í rit- nefndina. Verkið, sem hér er um að ræða, er afar umfangsmikið; hefir það útheimt langan tíma og allskonar bollalegging- ar að undirbúa og skipuleggja það. Hér þarf margs að gæta og margt að varast. Samvinna innan sögunefndarinnar og eins milli hennar og söguritarans hefir verið hin ákjósanlegasta. Er hann nú vel á veg kominn með handrit í fyrstu bókina af sögunni; getur enginn getið því nærri hversu mikið verk það er, sem hann hefir þegar unnið við heimilda- söfnun og undirbúning þessa mikla verks. Fyrir hönd nefndarinnar hefir ritari skrifað tvær greinar í íslensku blöðin og sjálfur söguritarinn eina. Þakkar nefndin blöðunum fyrir góðan stuðning og liðlega samvinnu. Nefndinni skilst að hún hafi verið kosin á þinginu í fyrra ekki aðeins til þess að hefja þetta starf, heldur til þess að reyna að sjá því borgið þangað til það sé fullgert. Mun hún gera sitt ítr- asta til þess að hraða verkinu, án þess þó að flýta því um of. Nefndin tekur þakksamlega öllum góðum bendingum, sem þingið eða einstaklingar þess, kunna að geta veitt. En eitt er áríðandi: Þingið þarf að gangast fyrir því að feng- inn sé dugandi maður í hverri einustu bygð til þess að vinna að málinu. Á því eru margar starfshliðar. Enn er víða óskrifuð bygðarsaga; ýmislegt hefir gleymst þegar sumar bygðarsögurnar voru skráðar; við þetta og margt fleira þarf nefndin aðstoð og liðveislu. Og svo eitt: þegar til þess kemur að selja bókina, þá er áríðandi að hafa dugandi mann eða menn í hverri einustu bygð, sem ekki láti sér nægja minna en Það að bókin sé keypt á hverju einasta heimili. Hér á þinginu mætti gera ráðstafanir þessu til framkvæmda. Nefndin var alllengi í efa um Það hvernig útgáfunni skyldi hagað; var að‘ allega um tvær aðferðir að ræða: annað- hvort að prenta ritið í smáheftum eða í allstórum bókum. Þótti fleira mæla með síðari aðferðinni og verður henm því fylgt; sagan verður gefin út í stór- um bókum sem verða hinar eigulegustu. er gert ráð fyrir að fyrsta bókin komi ú einhverntima á þessu ári, að öllu f°r' fallalausu. Nefndin mætti geta þess að fyrirtæki0 virðist mælast vel fyrir og hafa óskifta samúð allra Vestur-Islendinga. Áða galdurinn er því sá, að sameina al a
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.