Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 148
126
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Þjóðræknisfélagsins. Þetta hepnaðist
næsta dag. Fór þá formaður, ritari og
séra R. Marteinsson á fund stjórnar-
nefndarinnar og lögðu fyrir hana tvær
spurningar: í fyrsta lagi hvort stjórn-
in væri fús til þess að veita nefndinni
samvinnu, aðstoð og upplýsingar; I öðru
lagi hvort nefndin mætti vænta þess að
Þjóðræknisfélagið legði fram eitthvað
að mörkum þegar hafin yrði fjársöfnun
fyrir fyrirtækið; lagði nefndin áherslu
á að þetta væri nauðsynlegt, hversu lág
sem upphæðin væri frá félaginu, því
það sýndi út á við almennan félags-
stuðning og gæfi nefndinni meira
traust. Fyrra atriðinu var svarað ját-
andi í einu hljóði, en hinu síðara neitað.
Lá nú ekki annað fyrir en annað-
hvort að leggja árar í bát eða leggja af
stað í almenna samskotaferð um allan
Vesturheim. Liggur það því í augum
uppi hvílíkar fagnaðarfréttir það voru
nefndinni, og hversu óvænt það var
þegar Soffanias Thorkelsson skýrði
henni frá því að hann væri þess fús að
ábyrgjast allan kostnað til bráðabirgða
á fyrstu bókinni.
Þessi gleðitíðindi voru nefndinni eins
og sól á heiðum himni, og var nú tafar-
laust ráðinn söguritarinn og byrjað á
því að skipuleggja verkið í samráði við
hann.
Samkvæmt veittri heimild hefir
nefndin bætt við sig fjórum mönnum,
þeim: Dr. B. J. Brandson, Dr. R. Péturs-
son, H. A. Bergman, K.C., og Á. P. Jó-
hannsson. Valdi nefndin þrjá hina
fyrsttöldu sem ritnefndarmenn í sam-
vinnu við söguritarann, en þann síð-
astnefnda sem formann fjármálanefnd-
ar. Við lát Dr. R. Péturssonar var próf.
R. Beck valinn sem þriðji maður í rit-
nefndina.
Verkið, sem hér er um að ræða, er
afar umfangsmikið; hefir það útheimt
langan tíma og allskonar bollalegging-
ar að undirbúa og skipuleggja það. Hér
þarf margs að gæta og margt að varast.
Samvinna innan sögunefndarinnar og
eins milli hennar og söguritarans hefir
verið hin ákjósanlegasta. Er hann nú
vel á veg kominn með handrit í fyrstu
bókina af sögunni; getur enginn getið
því nærri hversu mikið verk það er, sem
hann hefir þegar unnið við heimilda-
söfnun og undirbúning þessa mikla
verks.
Fyrir hönd nefndarinnar hefir ritari
skrifað tvær greinar í íslensku blöðin
og sjálfur söguritarinn eina. Þakkar
nefndin blöðunum fyrir góðan stuðning
og liðlega samvinnu.
Nefndinni skilst að hún hafi verið
kosin á þinginu í fyrra ekki aðeins til
þess að hefja þetta starf, heldur til þess
að reyna að sjá því borgið þangað til
það sé fullgert. Mun hún gera sitt ítr-
asta til þess að hraða verkinu, án þess
þó að flýta því um of. Nefndin tekur
þakksamlega öllum góðum bendingum,
sem þingið eða einstaklingar þess,
kunna að geta veitt. En eitt er áríðandi:
Þingið þarf að gangast fyrir því að feng-
inn sé dugandi maður í hverri einustu
bygð til þess að vinna að málinu. Á
því eru margar starfshliðar. Enn er víða
óskrifuð bygðarsaga; ýmislegt hefir
gleymst þegar sumar bygðarsögurnar
voru skráðar; við þetta og margt fleira
þarf nefndin aðstoð og liðveislu. Og
svo eitt: þegar til þess kemur að selja
bókina, þá er áríðandi að hafa dugandi
mann eða menn í hverri einustu bygð,
sem ekki láti sér nægja minna en Það
að bókin sé keypt á hverju einasta
heimili. Hér á þinginu mætti gera
ráðstafanir þessu til framkvæmda.
Nefndin var alllengi í efa um Það
hvernig útgáfunni skyldi hagað; var að‘
allega um tvær aðferðir að ræða: annað-
hvort að prenta ritið í smáheftum eða í
allstórum bókum. Þótti fleira mæla
með síðari aðferðinni og verður henm
því fylgt; sagan verður gefin út í stór-
um bókum sem verða hinar eigulegustu.
er gert ráð fyrir að fyrsta bókin komi ú
einhverntima á þessu ári, að öllu f°r'
fallalausu.
Nefndin mætti geta þess að fyrirtæki0
virðist mælast vel fyrir og hafa óskifta
samúð allra Vestur-Islendinga. Áða
galdurinn er því sá, að sameina al a