Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 155
ÞINGTÍÐINDI
133
að framkvæmdarnefndinni sé falið að
rannsaka hvort ekki sé heimilt að taka
Ingólfssjóðinn að láni til söguritunar-
innar, og ef svo reynist, þá veiti þingið
henni heimild sína til þessa. J. J. Hún-
fjörð studdi. Ari Magnússon og B. Dal-
nian lögðu til að þessi tillaga séra
Jakobs væri borðlögð. Var hún borin
UPP og samþykt.
Séra Valdemar J. Eylands las þá nýj-
an lið í tveimur greinum, er hann lagði
til að kæmi í stað annars liðs nefndar-
álitsins:
2. (a) Þingið veitir framkvæmdar-
nefndinni heimild til að ábyrgjast sögu-
nefndinni nauðsynlegt fé til þess að hún
geti haldið áfram starfi sínu á árinu.
(b) Þingið felur framkvæmdar-
nefndinni og sögunefndinni að efna til
samskota meðal fólks vors þessu máli
til stuðnings.
Séra Jakob Jónsson studdi, og urðu
enn alllangar umræður.
ölafur Pétursson gerði breytingartil-
lögu við fyrri grein framanskrifaðrar
hreytingar tillögu, að þingið heimili
st.jórnarnefndinni að veita úr félags-
s)óði alt að 600 dollara lán til söguút-
gafunefndarinnar upp á sömu kjör og
Sophonías Thorkelsson lánaði fyrsta árs
kostnað. Sveinn Thorvaldson studdi, og
^ar tillagan höfð til umræðu. Kom
Pað í ljós i umræðunum, að kostnað-
Ur við útgáfu bókarinnar yrði að borg-
ast, að svo miklu leyti og til entist, af
Pví sem inn kæmi við sölu hennar.
essi breyting siðan borin upp og sam-
Pykt. Síðari partur breytingartill. séra
ald. Eylands var þá borinn undir at-
væði 0g samþyktur.
Þr. Beck vék þá úr forsetasæti um
bo?v« ^stt Því yfir, að sér hefði verið
að b Sæti 1 ritnefnd sögunefndar, en
bættann tæhi það sæti því að eins, að
an Væri tveimur mönnum í nefndina,
Sonnarsóskaði hann að séra Guðm. Árna-
fráf ^ipaði Það sæti, er autt varð við
a 1 Dr. Rögnv. Péturssonar. Séra
Valdemar J. Eylands skýrði þetta nokk-
uð, og kvað sögunefndina mundi taka
þessa bendingu forseta til íhugunar.
Tillaga séra Jakobs Jónssonar, að
vegna yfirlýsingar Dr. Becks þá mæli
þingið með 5 manna ritnefnd, studd af
séra Valdemar J. Eylands. Ásm. P. Jó-
hannsson gerði þá breytingartillögu, að
þingið mæli ekki með þessu, en sögu
nefnd og ritnefnd sjái um þetta alger-
lega sín á milli. Eldjárn Johnson
studdi, og var hún feld. Tillaga séra
Jakobs síðan borin upp og samþykt.
Þá var samþykt að fresta fundi til
klukkan 1.30 e. h.
SJÖTTI FUNDUR
var settur á sama stað og áður klukkan
tvö eftir hádegi. Þingbók síðasta fund-
ar var lesin og samþykt.
Var þá fyrst tekið þar til sem frá var
horfið fyrir hádegið, að lesa og ræða
nefndarálit fjármálanefndar. Tveir lið-
ir höfðu þegar verið afgreiddir, en aðrir
tveir lágu fyrir. En með þvi að kosn-
ingar áttu að fara fram um það bil,
gerði séra Guðm. Árnason tillögu um,
að kosningum sé frestað til klukkan
2.30, — Sophonias Thorkelsson studdi,
og var tillagan samþykt.
Þriðji liður nefndarálitsins var nú les-
inn og gerði Halldór Gíslason tillögu, er
Thorl. Thorfinnsson studdi, að sam-
þykkja hann óbreyttan. Breytingartil-
laga frá séra Guðm. Árnas., studd af
Haraldi Ólafssyni að veita 25 dali án
nokkurra skilyrða, var feld. Liðurinn
síðar borinn undir atkvæði og sam-
þyktur.
Þá var lesinn fjórði og síðasti liður
nefndarálitsins. Sigurður Vilhjálmsson
andæfði honum. Kvað félagið hafa lagt
fé í ýmislegt óþarfara. Séra Guðm.
Árnason gerði tillögu um, að samþykkja
þennan lið án breytinga. Arnl. B.
Olson studdi tillöguna og var hún sam-
þykt. Nefndarálitið siðan borið undir
atkvæði i heild og samþykt með áorðn-
um breytingum.