Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 156
134
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Séra Guðm. Árnason las því næst:
Álit frœð'slumálanefndar
1. Nefndin mælir eindregið með því
að kensla í íslensku verði haldið áfram
á líkan hátt og að undanförnu, og að
hin væntanlega stjórnarnefnd félagsins
styrðji að því eftir föngum að slík
kensla geti farið fram sem víðast.
2. Nefndin lítur svo á, að hreyfi-
myndir þær, sem Mr. Árni Helgason frá
Chicago sýndi á ýmsum stöðum síðast-
liðið sumar, hafi verið bæði fræðandi
og vel til þess fallnar að vekja eftirtekt
áhorfenda á íslenskri náttúru, atvinnu-
vegum og staðháttum, auk þess mikla
fegurðargildis, sem þær hafa. Vill hún
eindregið mæla með því, að eigi stjórn-
arnefndin kost á að fá slíkar mynda-
sýningar framvegis, þá geri hún ráð-
stafanir til að láta þær fara fram sem
víðast um bygðir fslendinga.
3. Nefndin mælir mjög með viðleitni
félagsins “Ungir fslendingar” í Winni-
peg í þá átt að örfa til lesturs enskra
bóka um ísland og íslenskar bókmentir,
og æskir þess að stjórnarnefndin styrki
þá viðleitni, eftir því sem hagkvæmt
reynist, í samvinnu við áðurnefnt félag.
4. Geti félagið á einhvern hátt stuðl-
að að því, að yngri mæðrum íslenskum,
sé hjálpað með leiðbeiningum viðvíkj-
andi fræðslu barna i ísl., mælir nefndin
eindregið með að það sé gert, t. d. með
því að biðja konur, sem eru hæfar til
þess, að heimsækja mæðurnar og tala
við þær og koma þeim í skilning um
nytsemi fræðslunnar fyrir börnin.
5. Nefndin telur söngkenslu barna á
ísl. eitt hið besta meðal til þess að örfa
áhuga þeirra fyrir móðurmálinu og
sönglist, og þess vegna vill hún mæla
með, að stjórnarnefndin reyni að fá R.
H. Ragnar, og aðra sem til þess eru
hæfir, að standa fyrir söngkenslu barna
sem víðast að því verður við komið, og
styrki þetta með fjárframlögum, eftir
því sem hún sér sér fært.
6. Nefndin lýsir ánægju sinni yfir
því að útgáfu barnablaðsins “Baldurs-
brá” verður haldið áfram og tjáir þakk-
ir þeim Dr. S. J. Jóhannesson og B. E.
Johnson fyrir starf þeirra við blaðið.
7. Nefndin leggur til að stjórnar-
nefndin leitist fyrir með útvegun hæfi-
legra kenslubóka í ísl. og leiðbeini þeim,
sem kenslu hafa með höndum í því efni.
Vill hún benda á kenslubækur þær,
sem út eru gefnar af Ríkisútgáfu náms-
bóka á Isl. og sem eru mjög ódýrar.
Á þjóðræknisþingi í Winnipeg, 21.
febrúar, 1940.
G. Árnason
Marja Björnsson
E. Elíasson
Jón Jóhannsson
B. Dalman.
Tillaga Ara Magnússonar og séra
Jakobs Jónssonar, að taka þetta nefnd-
arálit fyrir lið fyrir lið, — samþykt.
Allar sjö greinar nefndarálitsins voru
samþyktar athugasemdalaust og án
breytinga. Tillögu og stuðningsmenn
voru — Árni Eggertsson, Arnljótur B.
Olson, W. G. Hillman, S. S. Laxdal,
Halldór Gíslason, J. J. Húnfjörð, og
Thorst. J. Gíslason.
Nefndarálitið siðan borið upp I heild
og samþykt.
Þá var gengið til kosninga. Formað-
ur útnefningarnefndar, B. E. Johnson,
kom með lista af nöfnum manna, er
hann kvað fáanlega til að taka kosn-
ingu. Stakk hann upp á fyrst fyrir for-
seta: Dr. Richard Beck. Tilnefndir voru
einnig Ásm. P. Jóhannsson og Árni
Eggertsson. Hinn síðastnefndi skorað-
ist undan kosningu, og var þá gengið
til atkvæða um hina tvo, og hlaut Dr-
Beck forseta embættið.
Meðan atkvæðatalning fór fram, la®
Guðm. dómari Grímsson kafla úr bréfi
frá Vilhj. Þór, verslunarerindreka ls'
lands í New York. Bar hann kveðjur
til þingsins og skýrði frá því er hann
vissi sannast um væntanlegar loftfarir
yfir Atlantshafið, norðurleiðina yfir ís'
land.