Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Side 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Side 26
8 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA öðlast hylli, þótt hin tvö séu vafalaust vel á borð við það. Jónas hafði allmikil afskifti af mál- um Vestur-íslendinga. Þjóðmál voru honum jafnan tilfinningamál, fyrst og síðast. Gegn því, sem honurn fanst öfugt snúa, gat hann aðeins hreift mót- mælum; eg lield hann hafi aldrei skipað sér í neinn ákveðinn stjórnmálaflokk. Hann ritaði margar greinar í íslensku vikublöðin. Mun þeirra ritgerða sumra lengi minst, því liann ritaði oftast af hita og miklum móði. Var hann stund- um stórorður og óvæginn, og brá þá fyrir meinlegri fyndni stundum, svo undan sveið. Jónas flutti oft ræður á samkomum Islendinga á Ströndinni. Var hann á- heyrilegur ræðumaður, snjall og gam- ansamur. Ungur tók hann að yrkja ljóð, en fátt af þeim hefi eg komist yfir. Hitt veit eg, að Þorsteinn Erlingsson lét vel af hagmælsku hans og ljóðleikni og spáði honum góðrar framtíðar í skáld- skapnum. Jónas var þá unglingur og orti kvæði fyrir Unglingablaðið “Æsk- an". Hann aflagði aldrei algjörlega ljóðagjörðina, en vitaskuld voru það aðeins hjáverk. Samt bregður fyrir skáldlegum tilþrifum í síðari ára kvæð- um hans. Set eg hér fáein erindi úr kvæðinu Arnarvatnsheiði til sýnis. Ó, undrasýn! Hér birtist feðrafold með fulla kjöltu af sól í morgunblæn- um. Eg horfi á blómin blakta á fjórri mold og brosa milt hjá litla snotra bænum. Eg heyri fugla þruma þúsund munnum; “Já, þetta er landið, sem við heitast unnum”. Eg veit að tíðum andar um þig svalt, þá “öræfingar” senda fannabeðjur; þeir skoða þetta ekki ilt né kalt, en aðeins sínar bestu vinakveðjur. Þú horfir kímin augum blíðu bláum á beðjur þeirra, og klæðist feldi gráum. En þegar vorar ferðu í önnur föt úr fagurgrænu efni, heimaspunnu. Þá fara að detta á gráa kjólinn göt, þó gott sé margt, er jökla fingur unnu. En vorið færir þig í þenna skrúða, er það býr til úr sínum daggar úða. Af öllu þessu má Ijóslega greina, að Jónas átti afar fjölbreytta hæfileika, og styrka, margþætta manngerð. 1 hann hafði ættjörðin spunnið ótal þætti, en hún bjó lionum í æsku ekki að sama skajri hallkvæm skilyrði til að njóta þeirra allra. Ævisaga hans er sem ævintýrið — ævintýri smaladrengsins, sem ryður sér braut með fádæma dugnaði í framandi landi, sem lengstrar ævi dvaldi með er- lendri þjóð, en var þó alla tíð Islend- ingur fyrst og fremst; því svo var Island í eðli hans greipt, að ekkert fékk hann nokkru sinni aðskilið frá brúðurinni blárra fjalla. Jónas rnisti heilsuna einum tveimur árurn fyrir andlát sitt. Hann bar þraut- ir sínar með karlmensku, en iðjuleysið mun hafa reynst þessum sístarfandi rnanni þungbært. Skömrnu fyrir and- látið kvað hann: Engin þó mig þjái kvöl, þá er störfum lokið. Iðjuleysið er mitt böl, öll er í skjólin fokið. Nú er hann horfinn, en minning hans mun lengi lifa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.