Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Page 29

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Page 29
RÍKARÐUR jÓNSSON SEXTUGUR 11 ar Longs hins enska, kaupmanns og bónda á Djúpavogi og Eskifirði, og er sú ætt orðin fjölmenn nrjög á Austur- fjörðum og víðar um land, einnig vest- an hafs. Móðir Ríkarðs, sem enn er á lífi í Reykjavík, háöldruð, er Ólöf Finnsdóttir Guðmundssonar bónda í Tungu og önnu konu hans, af traustum og kunnum ættum austur þar. Ríkarði er eigi í ætt skotið um list- hæfni og fjölþættar gáfur, því að hann á í báðar ættir “að telja til listfengra manna, bókhneigðra, hagmæltra og söngvinna”, eins og Aðalsteinn kenn- ari Sigmundsson orðaði það réttilega í inngangsritgerð sinni að Myndum hans (1930); þeim ummælum til stað- festingar nefnir Aðalsteinn fjölda af ættingjum Ríkarðs, sem getið hafa sér orð fyrir hagleik, listgáfu, ritmennsku og skáldskap. Verður það eigi nánar rakið hér, enda gæti það skoðast rniður sæmandi þar sem einn í ættinni heldur á pennanum, en þó skal á það minst, að bróðir Ríkarðs, Finnur listmálari Jónsson, er einn af sérstæðustu og á- gætustu listmönnum íslenskum í þeirri grein, eins og löngu er vitað og viðurkent. Þá má eigi síður minna á það, að Jón Þórarinnsson faðir þeirra var hinn mesti snillingur á allskonar smíði. Rarnungur fluttist Ríkarður með foreldrum sínum að Eyjum í Breiðdal, en þaðan ári seinna að Strýtu í Ham- arsfirði eystra, og ólst þar upp til ferm- ingaraldurs. Landslag er þar sérkenni- legt og hrikafagurt, og er ekki að efa, að svipmikil náttúrufegurðin á joeim slóðum hafi mótað og haft varanleg á- hrif á sálarlíf hins tilfinningaríka og hrifnæma unglings, enda bera verk hans, eins og bent hefir verið á, ýms merki heimahaganna. Það var hvorki af fordild né- út í bláinn, að hann prýddi kápuna af Myndum sínum með eirstungu eftir sjálfan sig af æsku- heimili sínu við Hamarsfjörð, með Bú- landstind, Jretta sérkennilega fjall, í baksýn. Hversu ríkur honum er sá fjallajöfur og æskuvinur í huga, sést ennfremur augljósast af ummælum hans, úr nýkomu bréfi til mín, er hann minnist á forsíðumynd, sem hann hafi gert að nýrri bók um Austurland, en Jtannig farast honum orð: “Þar fyrir ofan er austfirskt fjall, vitanlega Bú- landstindur”. Ríkarður er tengdur æskustöðvum sínum og átthögum ó- rjúfanlegum böndum og heita ást sína á Jneim hefir hann túlkað í fögrum lof- söngvum til þeirra. Mjög snemma létu fágætur hagleik- ur hans og listhæfni á sér bera, en um Jrað fer Aðalsteinn kennari þessum orðum í fyrrnefndri grein sinni: “Byrjaði hann kornungur að tálga ýmsa muni úr tré og steini. Fundu þeir bræður tálgusteinsnámur hér og þar í grend við Strýtu: brúnan stein í Tobbugjótarkambi, skammt upp frá bænum, rauðan í Hultrahömrum, all- hátt uppi í fjalli, og grænan hjá Ivars- hjallasléttum, langt inni á Búlandsdal. Mest notaði Ríkarður rauða steininn. Hjálpuðust Jreir bræður að sprengja hann úr hömrunum Var það örðugt verk og eigi hættulaust. Fleiri litir fengust þar og af tálgusteini, í lækjar- farvegi skammt frá bænum. Muldu þeir bræður steinana, hrærðu dustið í fernisolíu og notuðu til málningar. Faðir Ríkarðs var, svo sem að framan getur, völundur hinn mesti á allskonar srníði. Lagði hann einkum stund á járnsmíði og að steypa og smíða úr kop- ar. Hneigðist hugur Ríkarðs að slíku í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.