Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Side 32
14
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
ar, með nokkrum styrk af ríkisfé. 1
þessari Italíuför voru í ferð með hon-
um þeir Ingólfur Gíslason læknir og
Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi.
Er það alkunnugt af kvæðum skáldsins,
hversu ávaxtarík honum varð þessi
sögulega suðurför þeirra félaga. Rík-
arði, er var árlangt í förinni, varð hún
eigi síður til hinnar mestu gagnsemdar
og vakningar í listinni. Varð hann fyrir
sterkum áhrifum og djúptækum af
listaverkum liinna suðrænu meistara,
er hann kyntist nú af eigin sjón, eink-
um, að því er hann sjálfur telur, af
verkum hins fræga ítalska málara Don-
atello (1386-1466).
Eftir heimkomuna úr utanförinni
dvaldi Ríkarður næstu tvö árin á
Djúpavogi. Er það vafalaust rétt álitið,
að þessi dvöl hans á æskustöðvunum
hafi orðið til þess, “að bræða áhrif
suðrænnar listar betur en ella saman
við Islendingseðli hans og beygja þau
undir töfra íslenskrar náttúru og þjóð-
legrar menningar” (Aðalsteinn Sig-
mundsson). Verk hans bera því einnig
órækt vitni, að tréskurðarlist hans hef-
ir með árunum fengið á sig æ sterkari
þjóðlegan blæ, enda hefir hann gerl
sér sérstakt far um að kynna sér gaml-
an tréskurð íslenskan og drukkið í sig
anda hans og svip.
Síðan Ríkarður settist að í Reykja-
vík fyrir nærri hálfum fjórða áratug,
hefir hann unnið að myndskurði,
andlitsmyndagerð, teiknun og teikni-
kenslu, og árum saman haldið uppi
föstum skóla í teiknun og tréskurði. Er
það orðinn stór nemendahópur, sem
notið hefir kenslu hans í þeim grein-
um. En afköst hans í hinum ýmsu list-
greinum, sem hann hefir lagt á gjörva
hönd, hafa verið svo mikil, að furðu
sætir, og skal það nú nokkuru nánar
rakið
II.
Eins og fyrr er vikið að og vitnað til,
komu út í Reykjavík Alþingishátíðar-
árið 1930 Myndir Ríkarðar Jónssonar,
safn mynda af ýmsum helstu verkum
hans og viðfangsefnum, skrautleg bók
og vönduð, er Aðalsteinn Sigmundsson
kennari hafði búið til prentunar. Gef-
ur hún góða yfirsýn yfir verk Ríkarðs
fram að þeim tíma og ber fagurt vitni
fjölhæfni hans, hugmyndaauðlegð og
starfsemi. Eru í bókinni myndir nær
tvö hundruð smíðisgripa og teikninga,
en þó hvergi nærri allt, sem eftir lista-
manninn lá, þegar bókin kom út.
Ríkarður hefir lagt mikla og vax-
andi stund á höggmyndalist, manna
myndagerð, og eru í bókinni margar
myndir af slíkum listaverkum hans.
Hann hefir gert myndir af mörgum
kunnum íslendingum vorrar tíðar,
körlum og konum, auk annara, og eru
þær, að kunnugra dómi, mjög líkar
þeim að svip og látbragði, lifandi eftir-
myndir, því að listamanninum hefir
tekist að móta í leirinn sérkenni fyrir-
mynda sinna. Er þeim hæfileika hans
vel lýst í eftirfarandi ummælum: “Rík-
arður Jónssan veitir andlitsmyndum
sínum líf og anda eins og sá einn getur
gert, er samlagast fyrirmyndinni með
öllu. Dauð stæling getur aldrei hent
listamann með hans skapgerð”. (Björn
Björnsson, Perlur, I, 3-4., júní 1930).
Afbragð eru myndir hans af sér-
kennilegum alþýðumönnum, svo sem
Bergsveini í Urðarteigi, “Viðsjál” og
“Djáknanum á Djúpavogi”. Þá má sér-
staklega geta tveggja rismynda (relief).
önnur er a£ Stefáni G. Stefánssyni
skáldi og var birt í Almanaki Ó. S.
Thorgeirssonar 1918, ásamt öðrum