Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Qupperneq 40
22
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Bronce-lágmynd í Ólafsfjarðar steininum
Kaldalóns tónskálds, en hinn síðar-
nefnda kveður hann þannig:
Þú áttir dýrniæta dísarhöll,
þar duldist þín gimsteinanáma;
þar áttir þú fundi við álfa og tröll,
þar ómaði draumgígjan frjáls og snjöll.
Þín list var í ætt við fossa og fjöll
og fegursta himinbláma.
Þú varpaðir ljóma um land og sæ,
og langt út um heimsins álfur
þú sendir geisla um bygð og bæ;
þeim blysum var ekki kastað á glæ.
Það töfraði þjóð, þitt tónafræ,
og töfrandi varstu sjálfur.
Svipmesta minningar-
kvæði hans og að öllu
samanlögðu hið tilþrifa-
mesta af Ijóðum hans,
sem borið hefir fyrir
sjónir greinarhöfundar,
er þó kvæðið um “Jón í
Skjálg”, óvenjulega orð-
hög og hreimmikil
mannlýsing, en það er
prentað annarsstaðar hér
í ritinu. Vakti það at-
hygli og aðdáun margra,
er það kom út í einu
dagblaðanna í Reykja
vík fyrir nokkru síðan.
Ríkarður er einnig rit-
fær vel í óbundnu máli,
stíll lians lipur og léttur,
eins og sjá má t. d. af góðri lýsingu
hans af Benedikt frá Auðnurn (Skin-
faxi, 1938) og hinni skemtilegu ferða-
minningu hans úr ítalíuförinni, “Jól í
Flórens” (Jólablað Vísis 1938). Enn þá
skemtilegra er það samt að hlýða á
hann sjálfan segja frá, því að frásögn
hans er óvenjulega lifandi, ekki síst
þegar hann er að lýsa sérkennilegum
mönnum hinnar eldri kynslóðar, og
beitir hann þá óspart og markvisst rík-
ari hermigáfu sinni. Verð eg langminn-
ugur þeirrar skemtunar er eg naut
af frásögnum hans, þegar eg sat fyrir
hjá honum lýðveldishátíðarsumarið.
Þú skapaðir fegurð, er fölnar ei,
fegurð í æðsta veldi;
vér minnumst þess nú, þó hold sé hey,
að himinsins Ijós það slökknar ei.
Hve hásiglt og bjart var þitt fagnaðs-
fley,
er fórst þú um sálirnar eldi!
V.
Það leikur Jjví ekki á tveim tungum,
Jdó hér hafi um margt verið farið æði
fljótt yfir sögu, að Ríkarður Jónsson
er óvenjulega fjölhæfur listamaður og
hefir verið afkastamaður að sama
skapi. Hann skipar jDegar orðið mikið