Fréttablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 132
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 104
Halla Bára Gestsdóttir
Gunnar Sverrisson
homeanddelicious.com
1 Bollakaka með
hnetusmjöri
220 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
¼ tsk. kanill
80 g smjör
225 g hnetusmjör
220 g púðursykur
1 tsk. vanilludropar
1 egg
220 ml mjólk
Súkkulaði
170 g súkkulaði, saxað eða í dropum
4 msk. rjómi
Krem
225 g hnetusmjör
1½ tsk. vanilludropar
560 g flórsykur
6 msk. mjólk
Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið saman
þurrefnin. Hrærið saman smjör,
hnetusmjör og púðursykur. Setjið
vanilludropa og egg saman við blönd-
una. Þá þurrefnin og loks mjólkina.
Hrærið vel. Setjið í pappírsform og
síðan í múffubakka svo kökurnar
haldi lögun sinni. Bakið í 20 mínútur
eða þar til kökuprjónn kemur hreinn
út þegar honum er stungið í kökuna.
Látið kökurnar kólna.
Bræðið saman súkkulaði og rjóma
í potti og hrærið vel saman. Kælið
aðeins og geymið. Hrærið saman
hnetusmjör og vanilludropa í kremið
þar til úr verður mjúkt krem. Bætið
mjólk og sykri saman við og hrærið
þar til kekkjalaust. Ef kremið er of
þykkt má bæta í það mjólk. Smyrjið
kreminu á kökurnar og hellið brædda
súkkulaðinu yfir.
2 Súkkulaði- og kaffibollakaka
með Baileys-kremi
½ tsk. lyftiduft
4 msk. súrmjólk, við stofuhita
3 msk. kakó
110 g smjör
120 ml kaffi
220 g sykur
220 g hveiti
¼ tsk. salt
1 egg
½ tsk. vanilla
Krem
110 g smjör, mjúkt
500 g flórsykur
4 msk. Baileys-líkjör
1 tsk. vanilla
1 msk. mjólk
2 msk. kaffi
Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið saman
lyftiduft og súrmjólk. Bræðið smjör
og kakó saman í potti á lágum
hita, bætið kaffi saman við. Hrærið
saman. Sigtið saman sykur, hveiti
og salt. Hrærið kakósmjörið saman
við þurrefnin ásamt eggjum. Bætið
súrmjólkinni saman við ásamt van-
illudropum.
Setjið í pappírsform og síðan í
múffubakka svo kökurnar haldi lögun
sinni. Bakið í 20 mínútur eða þar til
kökuprjónn kemur hreinn út þegar
honum er stungið í kökuna. Látið
kökurnar kólna.
Hrærið allt hráefnið saman í kremið.
Smyrjið kreminu vandlega á hverja
köku. Athugið að sjálfsagt er að
sleppa Baileys í kremið. Eins verður
að finna það aðeins út hversu mikið
þarf af flórsykri þegar kremið er
hrært. Kannski þarf smá meira og
kannski minna. Skreytið að vild.
3 Möndlubollakaka
með mascarponekremi
220 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
110 g smjör, mjúkt
220 g sykur
½ tsk. möndludropar
¼ tsk. vanilludropar
1 egg
120 ml sýrður rjómi
apríkósusulta
Krem
225 g mascarpone-ostur
120 ml rjómi
4 msk. flórsykur
ristaðar möndluflögur
Hitið ofn í 180 gráður. Blandið
saman hveiti, lyftidufti og salti.
Hrærið saman smjör og sykur í
annarri skál þar til létt og ljóst.
Hellið saman við möndludropum og
vanilludropum ásamt eggi. Hrærið.
Bætið sýrða rjómanum saman við
og þá hveitiblöndunni. Hrærið vel á
rólegum hraða.
Fyllið pappírsmúffuform að 1/3
hluta. Setjið þá 1 msk. af sultu ofan
á deigið og að lokum deig að 2/3
hlutum. Bakið í 20 mínútur eða þar
til kökuprjónn kemur hreinn út þegar
honum er stungið í kökuna. Látið
kökurnar kólna.
Hrærið allt hráefnið saman í kremið
þar til það verður mjúkt og kekkja-
laust. Smyrjið kreminu vandlega á
hverja köku. Skreytið með ristuðum
möndluflögum.
Bollakökur á aðventu
Munurinn á bollaköku og múff u er að bollakakan er jafnan stærri, með kremi
ofan á og fagurlega skreytt. Bollakökur eru fyrirtak á aðventunni, góður eft ir-
réttur og fallegur réttur í klúbbinn. Með þeim má drekka kaffi og te, eft irrétta-
vín, kampavín og freyðivín og gera þannig meira úr ljúff engum sætindum.
1
2
3
Þessi auglýsing er kostuð af:
SKEMMTUN SEM SKIPTIR MÁLI
Í OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2
HÉR FÆRÐU RAUÐU NEFIN:
Hagkaup, Bónus, MP banki,
Te og Kaffi, Domino’s.
www.unicef.is