Heimilisritið - 01.02.1944, Page 36

Heimilisritið - 01.02.1944, Page 36
' rölti svo heim. Verð að fara á fæt- ur nógu snemma til þess að vera viðstaddur Minningardagsathöfn í Óperuhúsinu á morgun. Hún ætti að verða jafnvel betri en síðastlið- ið ár. Nema Frakkar-------------•—. Berlin, 8. marz. Hitler mistókst ekki! Frakkar hreyfa sig ekki. Ákalla þess í stað Þjóðabandalagið! Ekki er að furða, þó að Hitler, Göring, Blomberg og Fritch ljómuðu af ánægju í dag, þar sem þeir sátu í keisarastúk- unni í Ríkisóperunni og héldu í annað sinn á tveim árum heilagan iNIinningardaginn með hinum mesta hermennskubrag. Þetta á að tryggja það, að ekki gleymist þess- ar tvær milljónir hermanna, sem féllu í heimsstyrjöldinni. Hve furðanlega heimskir eru Frakkar. eða er þetta lömun? Ég komst að því í dag eftir órækum heimildum, að þýzku sveitirnar. sem fóru inn í afvopnuðu svæðin í Rínarlöndum, höfðu fengið strangar skipanir um að hörfa til baka í snatri ef franski herinn veitti þeim nokkurt viðnám. Þær voru hvorki við því búnar né nógu vel vopnaðar til þess að berjast við reglulegan her. Af þessu verður skiljanlegt, að Blomberg var fölur og fár í gær. Það var augljóst, að Fritsch yfrrhershöfðingi ríkis- varnaliðsins og flestir herforingjar hans höfðu andæft þessu tiltæki, 34 en að Blomberg, sem trúir í blindni á foringjann og óskeikulleik hans, hafði unnið þá til þess. Má og vera. að Fritsch, sem ann hvorki Hitler né nazistastjórninni, hafi fallizt á ævintýrið með það í huga. að ef það mistækizt, myndi það velta Hitler. en ef það heppnaðist. var leyst eitt af erfiðustu hernað- arvandamálum hans. Önnur eftirtektarverð saga barst mér í dag. Franska sendiráðið seg- ir — og ég hef það fyrir satt — að Poncet hafi átt tal við Hitler fvrir fáum dögum og mælzt til. að hann léti uppi skilmála sína fyrir við- reisn vináttusambands milli Þýzkalands og Frakklands. For- inginn bað um nokkurra daga um- hugsunarfrest. Það þótti sendi- herranum að vonum, en hitt var honum umhugsunaratriði, að Hitl- erlagði ríkt á. að ekkert kvisaðist út til almennings um heimsóknina. Nú undrast hann ekki lengur. Það hefði gert að engu ásökun Hitlers um, að Frökkum væri um að kenna, er hann rauf Locarnosátt- málann, ef öllum heimi hefði verið kunnugt, að Frakkar. sem þá höfðu ekki enn gert alvöru úr samning- um við Rússa, voru fúsir að semja við hann — höfðu óskað eftir því. Tónverk Wágners settu svip á Minningarhátíðina í Óperuhúsinu í dag. Annars hafa menn erlendis aldrei skilið áhrif Wagners á naz- ismann og Hitler. Sviðið var Ijósi MEIMILISRITIÐ I

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.