Heimilisritið - 01.12.1947, Side 5

Heimilisritið - 01.12.1947, Side 5
Málverk “ ÉG MAN að um kvöldið komu þrumur og eldingar eftir þennan ofsalega heita dag. Ég sat á barmi gosbrunnsins á Piccadilly-torginu og horfði á ið- andi fólksmergðina. Hádegissólin var svo hræðilega heit, að ekki var hægt að ganga með hálsbindi eða í nærskvrtu. Þegar ég hafði setið þarna um stund gekk ég niður Coventry- stræti, áleiðis til Leicestertorgs. Það er gaman að ganga þessa leið, því að á hvaða tíma dags sem er mætir maður þar þeim fádæma fjölda fólks, að ótrúlegt mætti þykja. Ég man eftir því að ég keypti mér hvíta nellikku í hnappagatið, af gamalli og feitri kerlingu, sem sat á kjaftastól við >> Sérlcenmleg smásaga eftir HALLA TEITS sií fyrsta, sem hann kveðst hafa skrífað innganginn að „Lions Corner House“, og var í hörkurifrildi við gamlan eineygðan blaðasölukarl. Með blómið í hnappagatinu hélt ég áfram, þar til ég kom að Leicester-orgi. Ég fór inn í garð- inn, sem er lítill og ferhyrndur og minnir mann ósjálfrátt á Austurvöllinn hér í Reykjavík, nema þar eru hávaxin tré. — Ég settist niður á einn bekkinn í miðju garðsins og virti fyrir mér þá er framhjá gengu. Það voru mest skuggalegir og skítugir göturónar og götudræsur. Þó sást einstaka sæmilega hreinn maður innanum. Ég var búinn að sitja þarna langa stund þegar ég kom auga á mann, er mér fannst ég áreiðan- lega kannast vel við. Hann var HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.