Heimilisritið - 01.12.1947, Side 8

Heimilisritið - 01.12.1947, Side 8
skrifa liana niður, þá tek ég það fram, að þú mátt ekki láta birta hana fyrr en ég er dauður. — Já, ég lofa þér því, sagði ég, en bætti svo við: Það er að segja ef ég verð ekki dauður á undan þér. — Það er enginn hætta á því, sagði liann. Minn tími nálgast, og sannast að segja verð ég feg- inn. — En livað sem því líður þá er víst bezt að byrja: — Eins og þú kannski veizt, keypti ég mér ágætt hús hér í London fyrir rúmum átján ár- um. Mér líkaði vel við England, og þá- sérstaklega London, og á- kvað þess vegna að setjast hér alveg að og mála mannamynd- ir. Það var bæði rólegt og vel borgað, og svo féll mér það bezt. Ég hafði mikið meira en nóg að gera og fólk þyrptist til mín í því skyni að fá sig málað. Og ég þarf varla að taka það fram, að það var einungis efnafólk og aðallinn. Mér fannst líf mitt mjög ánægju- legt, og naut þess. Eg tók mikinn þátt í samkvæmislífinu. En þrátt fyrir það, skipta myndir mínar frá þessum árum, áreiðanlega tugurn. Eg varð aldrei ástfang- inn og ég vissi, að ég myndi aldr- ei verða það, vegna þess að það samrýmdist ekki hugmyndum mínum um listina. Eg elskaði list mína svo heitt að ég var sann- færður um, að kona myndi aldr- ei komast þar að. Og svo hitt, að ég kærði mig ekkert um eig- inkonu í hús mitt. Ég vildi hafa algjöran vinnufrið og áhyggju- leysi, og ég vildi eldd finna mig háðan eða bundin neinu öðru en listinni. Hún ein mátti og gat haft ítök í hjarta mínu. Sjálfs- álit mitt var einnig á það háu stigi, að ég þurfti ekki að fá mér konu til þess að liefja það upp. Eg vann alla daga fram undir rökkur, en þá skipti ég venjulega um föt og fór í kvöldverðarboð eða klúbbinn minn. Mér leið, sem sagt prýðilega; hafði næga peninga og engar áhyggjur af neinu tagi. — Þannig liðu átta ár. En þá var það dag nokkurn, er ég var við vinnu mína, að þjónninn vís- aði inn til mín herramanni, er nefndi sig Sir James Lyman of- ursta. Við heilsuðumst, og hann kom beint að efninu og bað mig að mála mynd af sér. — Hann hafði allt það við sig er einn listmálara gæti langað til að spreyta sig á að mála. Hann hafði hátt enni, kollvik og var skolhærður. Augun voru himin- blá, hvöss og í þeim sást góðvild, ákveðni og stundum harðýðgi. Nefið var beint og vel lagað, varirnar þunnar, munnurinn breiður og í kringum hann voru sterkt mótaðir skapfestudrætt- ir. Augabrúnirnar voru beinar og 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.