Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 19

Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 19
sitja hér. Mér datt í hug, hvort við ættum ekki að fara til Bal Tabarin. Það er kannske helzt til rómantískur staður, en það er skemmtilegt þar, og kampavínið er prýðilegt‘. ,Bal Tabarin“, endurtók unga stúlkan dreymandi. „Kærið þér yður nokkuð um að fara þang- að?“ <'*«! Mortimer kinkaði kolli: „Það er einn af þeim stöðum, sem mér þykir vænzt um — þar hef ég lifað hamingjusömustu augna- blik lífs míns“. Pierrette virti hann fyrir sér með vorkunnlátri lítilsvirðingu. „En hvað þér hljótið að vera barnalegur, fyrst þér haldið að þér getið lifað á ný hamingju- stundir fortíðarinnar með því einu að heimsækja fornar stöðv- ar“, sagði hún. Og Mortimer sagði: „Eg held að það gæti tekizt, jafnvel í fylgd með yður“.--------- Þau héldu kyrru fyrir í Bal Tabarin þar til langt var liðið á nótt. „Nú ætla ég að trúa yður fyr- ir leyndarmáli“, sagði Mortim- er, „ég verð gegnsýrður af róm- antík af að sitja hér. Mér þætti gaman að vita hvers vegna“. Negrahljómsveit byrjaði að spila, og fáein pör gengu út á dansgólfið. Mortimer spurði skyndilega: „Eigurn við að dansa?“ „Eins og yður þóknast!“ Hún lét pelsinn falla af herð- unum. Mortimer, sem var reglu- maður að eðiisfari, lagði hann kyrfilega yfir stólbakið. „Þetta er fallegur pels“, sagði hann. „Mér þykir líka ákaflega vænt um hann“. Það var eitthvað í rödd henn- sem egndi hann til að spyrja hana nánar um pelsinn. „Þér sögðuð þetta líkt og pelsinn væri bundinn einhverju, sem yður er dýrmætt“. „Það gaf mér hánn maður, sem mér þótti ákaflega vænt um“, sagði hún. „Eigum við ekki að dansa . . .“ Þau dönsuðu einn vals, síðan gengu þau aftur að borðinu. „Viljið þér ekki segja mér nán- ar frá þessum manni, sem yður þótti svo vænt um og gaf yður pelsinn?“ sagði hann biðjandi. „Þér sögðuð greinlega: þótti vœnt um, og ég dreg af því þá ályktun, að hér sé ekki um að ræða jafn vandabundinn mann og unnusta eða eiginmann“. Pierrette kipraði munnvikin örlítið. „Nei“, sagði hún, „hann er hvorki unnusti minn eða eig- inmaður“. „Þykir yður enn vænt um hann?“ spurði Mortimer. „Ég gæti orðað það þannig“, sagði hún, „að mér þætti ennþá HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.