Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 21

Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 21
spurt: „Hvað leggið þér til að við gerum í kvöld? Þetta er glað- værasta kvöldið á árinu í hinni glaðværu París. Eigum við að fara á Ritz, eða eigum við að heimsækja einhverja óbrotna veitingastofu?“ „Við skulum fara í óbrotna veitingastofu“, flýtti Pierrette sér að svara. Mortimer varð glaður í bragði. „Eg var einmitt að vona, að þér kysuð það helzt. Ég veit einmitt um stað, þar sem Gleðin og Sorgin lialdast í hendur, þar getum við byrjað kvöldið“. Pierrette brosti. „Ég verð að viðurkenna, að þér voruð ekki að gorta, þegar þér sögðuð, að þér gætuð sýnt mér París“. „Ég hef aðeins tekið yður með mér á þá staði, þar sem ég hef sjálfur verið hamingjusamur“, sagði Mortimer. „Já, en þér þekkið líka aðra?“ Það brá fyrir efasemdahreim í rödd hennar. „Ég þekki aðra, en það skipt- ir engu máli“, sagði hann alvöru- gefinn. „Ég hlakka til að fá að vita, hvað yður finnst um þann stað, sem ég hef geymt mér að sýna yður þar til síðast“. STAÐURINN, er Mortimer hafði geymt að sýna henni, var kaffihús, er var til húsa í fornum og skuggalegum fangelsisklefum. Þegar Mortimer og Pierrette gengu þar inn, var maður í bún- ingi frá seytjándu öld að syngja drykkjuvísu um einhvern ensku konunganna. „Það er nákvæmlega eins og þegar ég var hér síðast. Jafnvel drykkjuvísan er sú sama“, sagði hún og fáhnaði um háls sér. „Þér hafið komið hér áður?“ spurði hann. „Ég vona, að þér hafið ekki verið í fylgd með manninum, sem þér elskið — fyrirgefið: elskuðuð. Ó, ég get lesið það úr svip yðar, að þann- ig hefur það einmitt verið!“ „Má ég segja yður frá þeim manni?“ spurði hún allt í einu. „Þér ættuð bara að vita, hvað ég þrái að heyra yður segja frá honum“, svaraði Mortimer. Það var alls ekki neitt óvenju- leg saga, er hún sagði honum. Þau höfðu verið ákaflega ást- fangin hvort af öðru, hún og þessi maður. Fyrst í stað hafði sambúð þeirra verið jarðnesk paradís. „Hvers vegna fór svo allt út um þúfur?“ spurði Mortimer og virti hana fvrir sér með athygli. „Vegna þess, að ég gat ekki treyst honum. Hann var svo glaðvær og léttúðugur, — bæði karlmenn og kvenfólk dáðu hann eins og guð. Og hann auðmýkti mig, þegar við vorum saman í samkvæmum, Ég get. enn séð HEIMILISEITIÐ 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.