Heimilisritið - 01.12.1947, Page 22

Heimilisritið - 01.12.1947, Page 22
hann ljóslifandi fyrir mér — brosandi til mín á sinn óskamm- feilnasta hátt meðan hann gerði hosur sínar grænar hjá annarri konu“. „Já, en guð mitt góður, þér hafið þó ekki tekið slíkt alvar- lega!“ hrópaði Mortimer, „á ég að trúa því, að þér liafið tekið það alvarlega?“ „Hvaða kona myndi ekki gera það?“ Hann varð að lúta þessum orðum, og hann sagði alvarlega: „Þér hafið kannske á réttu að standa“. Hún hafði sætt sig við það, hélt hún áfram, unz hún gat ekki afborið það lengur. Hún vildi skilja við hann, og þegar hún sagði honum ástæðuna, rauk hann upp í vonzku og sagði, að hann gæti ekki þolað smásálar- legt og þröngsýnt kvenfólk, og hann rnyndi ekki vilja búa með henni áfram, þótt hún bæði hann þess á hnjánum. Ekki þótt hún skriði á hnjánum alla leið frá Piecadilly og til skilnaðarréttar- ins. „Hann skildi mig ekki“, sagði hún að lokum. „Honum fannst ég ekki hafa undan neinu að kvarta, meðan hann ekki bein- línis dró mig á tálar. Hann gat ekki komið auga á, hvílík auð- mýking það til dæmis var fyrir mig, að sitja inni í veitingahúsi ásamt móður minni og sjá hann koma þangað inn með nýjustu bráð sína“. „Og sögðuð þér honum, hvern- ig yður var innanbrjósts? Flestar konur hefðu kært sig kollóttar um framferði eiginmanns síns, ef þær hefðu vitað að það var ekki sprottið af öðru en stráksskap“. Mortimer horfði alvarlegur í bláu, spurulu augun hennar. „Nei“, sagði hún. „Ég sagði honum það ekki. Ég var vön að kalla hann Harlekin, og hann kallaði mig Pierrette“. Augu hennar fylltust af tár- um. Mortimer spratt á fætur og greip um handlegg hennar. „Við förum héðan“, sagði hann. „Hvert?“ „Það er dálítið, sem á að koma þér á óvart“. Þegar þau voru setzt upp í bifreiðina, tók hann hana í faðm sinn. Hann þrýsti vörunurh að vörum hennar og strauk henni um hárið. „Pierrette — ég elska þig — ég elska þig. Ég lofa að gera þig aldrei óhamingjusama fram- ar“. „Ég elska þig, Harlekin", hvíslaði hún. „Ég elska þig“. BÍLLINN stöðvaðist fyrir framan Hótel Gastonne á Chanips Elysee. 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.