Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 37

Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 37
hóllinn færi í kaf. Flóðið steig meir og meir og loks stóðu þau í vatni upp að hnjám. Þannig biðu þau þess er verða vildi. Helgi hélt Guðrúnu og dóttur hennar svo að straumurinn skyldi ekki skola þeim burtu. Þegar Haukur náði til þeirra með bátinn beljaði vatnið um brjóstið á Helga. Eft- ir nokkur augnablik hefði hann ekki megnað að standast strauminn lengur . . . Þeir gátu komið stúlkunum upp í bátinn, sem strax rak fyrir straumi og stormi . .. Fólkið gekk heimleiðis en Sig- urgeir varð eftir niðri á fljóts- bakkanum. Hann gekk til bróð- ur síns og lagði hendina á öxlina á honum. Helgi sagði ekkert, hann starði bara yfir fljótið þar sem Hvammur hafði staðið . .. — Gagnvart hinni voldugu náttúru erum við allir jafnir, bróðir minn! sagði Sigurgeir. — En það er engin ástæða til að láta bugast. Helgi leit á hann, horfði í augu hans andartak. Sigurgeir hrökk nokkur skref aftur á bak. Eitt augnablik fannst honum að eitt- hvað brjálæðiskennt væri í augnaráði bróður hans. En svo hvarf það fyrir dapurlegu brosi. — Þú hefur rétt að mæla, Sig- urgeir! sagði Helgi. Sigurgeir hóf máls eftir stutta þögn: — Gætirðu ekki hugsað þér að koma heim með mér og dvelja hérna þangað til þú á- kveður eitthvað annað? — Helgi svaraði ekki. Hann horfði fram fvrir sig sljóum aug- um. En síðan fylgdist hann með Sigurgeiri heim að Velli. Þegar þeir komu heim í hlað, stanzaði Helgi og leit í kringum sig. Svo hneig hann allt í einu niður. Þreytan og vosbúðin hafði yfir- bugað hann. Daginn eftir var hann betri, en kvartaði um þreytu. Sigurgeir sat við rúmstokkinn og þeir voru að tala saman. — Nú verðurðu hérna hjá okkur? sagði Sigurgeir. — Þakka þér fyrir, bróðir! Ég sagði líka einu sinni að á með- an andi fljótsins skildi eitthvað eftir af Hvammsbænum, myndi ég verða þar. Og við það hef ég staðið. Hann hallaði sér aftur á bak með hálf lokuð augu. — Andi fljótsins! endurtók hann með sjálfum sér. Ætli hann sé annað en ávöxtur af þröng- sýni og hjátrú okkar sjálfra — eða býr meira í náttúrunni en við mennirnir höfum hugmynd um og getum skilið? ---------Sólin skein glatt. Veröldin var komin í samt lag aftur. ■ HPIB HEIMILISRITIÐ 35

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.