Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 50

Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 50
búin til að biðja afsökunar á því að hafa verið svona dónaleg við Marjorie? „Já, ungfrú Dale“. „Og viltu þá viðurkenna að það hafi verið þín eigin óþekkt, sem kom þér til að reka út úr þér tunguna, en ekki neinn álf- ur, vondur eða góður?“ „Já“, sagði ég, en ekki mjög sannfærandi. „Jæja þá“, sagði ungfrú Dale. „Það er þá bezt að lofa þér að fara með hinum“. Einhvernveginn tókst mér að komast fremst í hópinn, sem safnaðist neðan við stigann. Ná- kvæmlega klukkan hálfellefu var hringt bjöllu uppi, og ungfrú Graham, kennslukona mín, sagði: „Jæja, börnin góð, þarna er hann. Fljót! Flýtið ykkur, svo þið verðið ekki of sein!“ Of sein, of sein! Ekki ég! Eg varð að sjá jólasveininn þó ég ætti á hættu að sprengja mig. Eg hljóp upp stigana og tók tvö þrep í skrefi. Eg þori að veðja, að ekkert barn hefur farið hrað- ar upp þessa stiga. Eg var eig- inlega heldur fljót, því þó ég kæmi ekki auga á jólasveininn, sá ég ungfrú Dale bregða fyrir með bjöllu í hendinni rétt í því hún fór inn í stofuna. Og það sem meira var, ungfrú Dale sá mig. Börnin hrópuðu allt umhverf- is mig: „Sástu hann? Sástu hann, Emily?“ En ég svaraði ekki. Vonbrigð- in voru of hræðileg. Hendur mín- ar voru kaldar. Það var satt, sem Marjorie hafði sagt mér. Það var enginn jólasveinn til. Við gengum niður stigann, inn í kennslustofuna aftur. „Jæja“, sagði ungfrú Graham, „sá nokk- ur hann?“ Allir steinþögðu. „Svona nú“, sagði hún. „Ein- liver hlýtui' að hafa verið nógu fljótur. Réttið upp hönd, öll þið, sem sáuð jólasveininn“. Hægt og hikandi rétti ég upp höndina. Öll augu mændu á mig, þegar ég stóð upp. Og þá kom ungfrú Dale inn. Þegar hún sá mig stirðnaði brosið á vörum hennar, en hún gat ekkert að- hafst. „Eg sá jólsveininn“, sagði ég hægt, „ég sá hann greinilega“. Isinn þiðnaði skyndilega úr brosi ungfrú Dale. „Einmitt“, sagði hún í svo vin- gjarnlegum róm, að ég skildi að loks hefðum við skilið hvora aðra. „Og hvað gerði hann, góða mín?“ , *>i i Ég leit fyrst á ungfrú Graham, síðan á ungfrú Dale. „Hann rak út úr sér tunguna framan í mig“, sagði ég. E N D I R 48 HEIMILISRITJÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.