Heimilisritið - 01.12.1947, Page 55

Heimilisritið - 01.12.1947, Page 55
ar Voronoffs voru birtar í ame- rískum blöðum og komu þegar af stað flóði af spurningum. „Hver er þessi Voronoff? Hvað hefur hann uppgötvað? Er hann viðurkenndur vísindamaður? Er hann loddari, sem langar til að verða frægur? Er hægt að stað- festa kenningar hans, með þvi að skipa hlutlausa nefnd til að rannsaka þær? Tekur hann á móti sjúklingum?“ Spurningarn- ar eru ekki þágnaðar enn. því að svo skrítilega vildi til, að kenn- ingar hans lentu, þrátt fvrir hið gullna fvrirheit, sem þær virtust gefa, í ruslammaldi skottulækn- invanna. jafnframt því, sem þær urðu hin bezta hvöt rannsókn- um á starfsemi innrennsliskirtla. Eg var svo hrifinn og undr- andi af því að heyra sagt frá af- rekum Voronoffs, að mig langaði til að gera eitthvað sjálfur. Eg setti upp litla tilraunastofu á þaki spítala míns. Þetta var dá- lítill dýragarður, og í honum öll hin venjulegu tilraunadýr — rottur og marsvín, kanínur og hundar. Svo komu apar. hálfap- ar og tveir sjimpansar. Eg byrj- aði ekki að gera tilraunir á mönnum, heldur helgaði ég fiór- fætlingunum mínum mestallan tímann. A meðan á þessu stóð uppi á þaki spítala míns, fóru að ber- ast fregnir af nýjum yngingar- aðferðum. Eugen Steinach, pró- fessor í lífeðlisfræði við háskól- ann í Vín, hafði fundið aðra að- ferð. Sii aðferð var hin einfald- asta. Aðferð Voronoffs er í því falin, að gi-æða eistu úr öpum í menn, en aðferð Steinachs er sú, að skera sundur sáðgangana. Það er engrar stundar verk, og ekki þarf að leggja manninn inn á spítala, heldur aðeins að stað- deyfa. Nú komu brátt fréttir af ákaflega merkilegum árangri, sem náðst hafði með þessari að- ferð. Eg skrifaði Voronoff og spurði hann hvort hann vissi nokkuð um Steinach. Hann játaði því og bætti við, af því göfuglyndi, sem honum var í brjóst borið, lofs- orðum um þennan austurríska lífeðlisfræðing. Svo skrifaði ég Steinach. Árið eftir, er ég hafði með höndum rannsóknir á aðferð Voronoffs, fór ég til Vín og heimsótti Steinach. Hann sýndi mér rott- urnar sínar, í lífeðlisrannsóknar- stofunni sinni, og ég sá hann vngja gamlar rottur. Dæmin sem ég sá voru sannfærandi. Eg var stórhrifinn. Ég vissi, að yngingarannsókn- irnar höfðu leitt marga rann- sóknarmenn á glapstigu. Eg var engin undantekning. Útkoman af starfi mínu var bók mín „Tíynkirtlar manna“, og niður- HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.