Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 56

Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 56
stöður þeirrar bókar eru þær, að aðferðir beggja séu heldur lítils- virði, og sjálfur uppgafst ég og varð veikur af þrevtu. Þó að ótrúlegt sé, fannst inér þetta borga sig. Rannsóknarstof- an mín á þakinu leiddi af sér ævintýraleg ferðalög í framandi löhdum, og bókin mín varð víða kunn. Eg flutti fyrirlestra um þetta efni, og skrifaði margar greinar um niðurstöðurnar af rannsóknum mínurn. Eg minnist margs, sem af þessu hlauzt, og sumt af því var skemmtilegt en sumt óskemmtilegt. Einu sinni, er ég var að ávarpa fjölmenna læknasamkomu í Chicagó, sá ég meðal áheyrenda William Thom- as Belfield, en hann hafði kennt rannsóknir á þvagi við Rush læknaskóla. Við hittumst á eft- ir, og hann heilsaði mér alúðlega og sagði: „Þér hafið lagt allt þetta á yður, án þess að ætlast til nokkurra launa“. Og mér virt- ist hann vera hreykinn af þess- um fyrrverandi nemanda sínum. Daginn eftir skrifaði hann mér hlýlegt bréf. Þetta er ein af mín- um ánægjulegu endurminning- uín. Ég fór eftir aðferðum Stein- achs. Ég gaf út skýrslur um nið- urstöður mínar. Því miður varð ég að játa, að þær gáfu ekki til- efni.til mikillar bjartsýni. Lík- urnar fyrir fullkominní yngingu voru ekki miklar. Ég sendi Steinaeh blaðið með . þessari skýrslu. Ég vissi að hann var framúrskarandi vísindamaður, og ég var sannfærður um að hann myndi skilja það, að ég hlaut að gefa skýrslu samkvæmt reynslu ininni. Steinach mun liafa lesið greinina, og eftir það lét hann sem liann vissi ekki að ég væri tih Mér sárnaði þessi framkoma hans, en við því var ekkert að gera. Ég fann sannleik- ann og týndi Steinaeh. Nú eru mörg ár liðin síðan yngingatilraunir voru efst á dagskrá, svo að nú ætti að vera orðið auðvelt að dæma þær hlut- drægnislaust. Ég legg til, að orð- ið „ynging“ sé alltaf haft innan gæsalappa. i\Iér finnst að réttara myndi vera, að kalla þetta „örf- un“. Orðið „ynging“ er villandi og skapar áreiðanlega skakkar hugmyndir um ástand það, sem af aðgerðum þessum hlýzt, hjá þeim sem fremur láta leiðast til hrifningar en íhvgli. Rannsóknir Claude Bernard, Brown-Séquard og Voronoffs léiddu í Ijós, að uppsprettu æsk- unnar er að finna í inrirennslis- kirtlum. Þess eru dæmi, að græð- ing ungra kirtla í gamlan lík- ama veldur því, að eyrnd ellinn- ar hverfur, vellíðan æskunnar, sem er löngu fvrnd, kemur aftur, stundum evkst hárvöxtur, hör- 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.