Heimilisritið - 01.12.1947, Side 65

Heimilisritið - 01.12.1947, Side 65
fór þegar að prjóna og tala jafn- framt. „Jæja, Poirot. Það er tómlegt á ströndinni í dag. Hvar er allt fólkið?“ Poirot svaraði, að Master- mann og Cowman væru farnir út að sigla, ásamt með konum sínum og börnum. Þau ætluðu að vera í burtu allan daginn. ..Það eru viðbrigði að hafa þau ekki æpandi og flissandi hér í kring um sig. Og það er bara einn í sjónum — Marshall kapteinn“. Marshall kom nú upp á ströndina og sveiflaði handklæð- inu. „Sjórinn er notalegur núna“, sagði hann. „Því miður liggur fyrir verkefni sem ég þarf að sinna, og verð að hafa hraðann á“. „Æ, það er synd Marshall, í þessu líka indælis veðri; já, var það ekki ógurlegt í gær? Eg sagði við manninn minn, að ef veðrið héldist svona áfram til lengdar, yrðum við að flýja. IMaður verður svo niðurdreginn, þegar suddinn og þokumökkur- inn grúfir yfir á allar ldiðar. Það er eitthvað svo — draugalegt. við það. Ég hef alltaf verið svo við- kvæm fyrir veðrabrigðum, alveg frá því ég var krakki. Stundum fannst mér ég verða að grenja og grenja. Það gekk auðvitað út yfir foreldra mína. En móðir mín var elskuleg kona, og hún sagði við föður minn: „Sinelair“, sagði hún, „fyrst veðrið hefur þessi áhrif á barnið þá er ekk- ert við því að gera, hún verður að fá að grenja“. Faðir minn gekk auðvitað inn á það. Hann fór í öllu að vilja móður minnar. Þau voru fullkomlega hamingju- söm, eins og Gardener getur líka vottað; var það ekki Odell?“ „Jú, elskan“, sagði Gardener. „Hvar er dóttir yðar, Mars- hall?“ „Linda? Ég veit ekki, ætli hún sé ekki að flandra um“. „Vitið þér það, Marshall, að mér finnst hún vera hálfguggin. Það þarf að sýna henni um- hyggju og sérstaka nærgætni“. Marshall svaraði stuttlega: „Það er ekkert að henni“. Hann gekk upp að gistihúsinu. Patriek Redfern sat á strönd- inni og horfði upp eftir. Hann var súldarlegur á svipinn. Ungfrú Brewster var í ágætu skapi. Hún sagði: „Það er fámennt hér. Hvar er fólkið?“ Frú Gardener sagði: „Ég sagði við manninn minn í morgun, að við þyrftum endi- lega að skreppa til Dartmoor. Það er skammt héðan og falleg sveit. Svo langar mig til að sjá. fangelsið, Princetown heitir það víst. Ég held að við ættum að HEIMILISRITIÐ BS

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.