Heimilisritið - 01.12.1947, Side 69

Heimilisritið - 01.12.1947, Side 69
út handleggina. Flekinn hafði verið settur skammt frá. Emily Brewster var á báðum áttum; að nokkru leyti var þetta eklcert athugavert, að henni fannst, en á hinn bóginn eitt- hvað undaríegt. Hún áttaði sig ekki strax á því. Allt í einu varð henni það ljóst. Arlena Marshall lá eins og hún væri í sólbaði. Emily hafði oft séð hana liggja þannig á ströndinni undan gistihúsinu. En það var engin sól hér undir klett- unum. Það sló felmtri á Emily. Báturinn steytti við fjöru- grjótinu. Patrick kallaði: „Halló, Arlena". Grunur Emily Brewster stað- festist. Arlena hreyfði sig ekki. Patrick stökk út úr bátnum og Emily fylgdi honum eftir. Þau drógu upp bátinn, og flýttu sér þangað sem Arlena lá hreyfing- arlaus undir klettunum. Emily horfði í leiðslu á sól- brenndan líkamann, hvíta sund- bolinn, og rauðu lokkana undan græna hattinum. Hún tók h'ka eftir því, að handleggirnir voru sveigðir á óeðlilegan hátt. Henni var strax Ijóst, að Arlena hafði ekki lagzt útaf; henni hafði ver- ið fleygt fram af. Iíún heyrði Patrick hvísla með óttablandinni rödd: „Guð minn góður, hún er dá- Hann kraup niður og tók á hönd hennar — og á liandleggj- unum. „Hún hefur verið myrt“. VI. EIMILY Brewster sagði eins og í leiðslu: „Við megum ekki hreyfa við neinu . . . fyrr en lögreglan kem- ur“. „Nei — nei — auðvitað“, sagði Redfern. „Hver?“ Rödd hans var magnlaus og harmþrungin. „Hver hefur getað gert þetta? — Það er ómögulegt — að hún hafi verið myrt“. Emily hristi höfuðið. Hún vissi ekki hverju hún ætti að svara. Patrick dró þungt andann. Hann var æstur, en reyndi að stilla rödd sína. „Guð minn góður, ef ég næ í þann óþokka, sem hefur gert þetta“. Það fór hrollur um Emily Brewster. „Hver serii hann kann að vera, þá hefur hann áreiðanlega hypj- að sig burtu. Það þýðir ekki að leita hans hér. Við verðum að ná í lögregluna. Ef til vill væri bezt að annað okkar biði hérna, hjá — líkinu“. Patrick Redfern sagði: „Ég bíð“. Emily Brewster létti. Henni var ekki geðfellt að láta í Ijós að HEIMILISRITIÐ 67

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.