Heimilisritið - 01.06.1948, Síða 6

Heimilisritið - 01.06.1948, Síða 6
sorglegt að liið mikla starf hans hafði borið svo lítinn árangur. Það þarf ekki nema einn giklc- inn í hverja veiðistöð, og þegar rnenn komust að því að sýslu- maðurinn réð ekkert við smyglið, gerðust þeir djarfari. Sopinn var nú góður, einkum þegar maður kom kaldur og hrakinn af sjón- um eða langaði til að hafa skemmtilegt kvöld með félögum sínum. Menn bölvuðu banninu í sand og ösku og létu að lokum sem það væri alls ekki til. Sögurnar um að sjálfur sýslu- maðurinn væri farinn að drekka mögnuðust. Satt var það, að oft var ljós í stofu hans langt fram á nætur og hávaði og söngur heyrðist ósjaldan frá húsi hans. En hvort sem það var satt eða ekki, gerðu þessar sögur það að verkum, að menn hættu alveg að taka tillit til sýslumannsins. Það varð uppi fótur og fit í þorpinu þegar nokkrir ungir menn sáu að Henrik kaupmað- ur var borinn út úr sýslumanns- húsinu dauðadrukkinn og settur inn í bíl. Þá þóttust menn ekki vera í neinum vafa lengur. „Mér finnst nú andskoti hart að við skulum verða að fara í felur með þetta, þegar svona er í pottinn búið“, sagði Jóhann í Kotinu. „O, þeir hafa ekki staðizt freistinguna, blessaðir! Valdi í Smugunni var tekinn í gær með lieilan bátsfarm af ' brennivíni“, sagði Sölvi í Króki kæruleysis- lega. Þeir stóðu niðri við vörina seint um kvöldið og höfðu verið sjónarvottar að því þegar kaup- manninum var hjálpað inn í bíl- inn. Þessir tveir náungar höfðu langt syndaregistur að baki sér. Þeir höfðu verið teknir fyrir brugg og dæmdir í stórar sektir, sem þeir voru nýbúnir að afplána í fangelsi þorpsins. Þeim hafði orðið svo mikið um þetta óhapp sitt, að þeir höfðu lofað hvor öðr- um því hátíðlega að ganga aldr- ei oftar út af götu góðrar hegð- unar og velsæmis. „Signý hefur verið svo leið af þessu öllu saman. Eg hafði lof- að að gefa henni armband, en allir peningarnir fóru veg allrar veraldar, svo að hún féklc það ekki. Ég er hræddur um að hún svíki mig vegna þess“, sagði Jó- hann áhyggjufullur á svipinn og horfði út á hafið. „Ég hef nákvæmlega sömu sögu að segja“, sagði • Sölvi, „nema að því leyti sorglegri að Fríða vill hvorki heyra mig né sjá! Hana er nefnilega farið að gruna“. „Vertu hugrakkur, Sölvi minn!“ sagði Jóhann og klappaði 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.