Heimilisritið - 01.06.1948, Page 42

Heimilisritið - 01.06.1948, Page 42
En Helen var þegar farin út. HÁLFTÍMA síðar kom Gord- on inn til föður síns. - „Jæja, Gordon! Eg vona, að þú iðrist framkomu þinnar í gærkvöldi“, hóf gainli maðurinn máls. „Já, pabbi“, svaraði Gordon, „ég iðrast þess, að' ég notaði ekki tækifærið til að segja þér — og Vivienne — og þeim öllum, að við IJelen Waugham ætlum að giftast eins fljótt og unnt er“. „Veiztu hvað þú átt á hættu — þér ætti að vera Ijóst, að ég gef ekki samþykki mitt“. „Auðvitað, og mig tekur það sárt. En við því er ekkert að gera — það' breytir engu“-. „Viltu í raun og veru eiga það á hættu, að ég reki þig frá verzl- uninni?“ Gordon greip um stólbak svo hnuarnir á fingrum hans hvítn- uðu. „Pabbi, þú veizt hve mikils virði verzlunin er mér. Þá hlýtur þú að skilja hve heitt ég ann Helen, fyrst ég. . . .“ „Já, já. drengur minn. En þú átt ekki um neitt að velja. Ung- frú Waugham fól mér að segja þér, að hún vildi elcki giftast þér, ef þú hættir í verzluninni“. „Pabbi, þú lýgur!“ „Hvað vogarðu þér!“ „Hvað, sem er. Pabbi, hefur þú ekki verið ungur sjálfur og hætt öllu fyrir þá, sem þú unnir? Eg trúi því ekki, að Helen svíki mig“. IJannaway leit á son sinn — hve ákafur hann var. Svo líkur honum sjálfum, er hann var ungur. Hann þagði og átti í bar- áttu við sjálfan sig. Hið góða hjartalag hans varð ágirndinni yfirsterkara, hann leit alvarlega á son sinn. „Gordon, viltu hringja niður í búðina, svo þú fáir að vita sannleikann af hennar eigin vör- um“. „UNGFRÚ Waugham“, sagði Hannaway. „Viljið þér lýsa því yfir í áhevrn sonar míns, að þér viljið ekki giftast honum, ef hann yfirget'ur verzlunina?“ „Helen!“ Gordon flýtti sér til hennar og tók blíðlega utan um hana og horfði í augu hennar. „Helen, nú skil ég. Þú ætlaðir að afsala þér öllu tilkalli til mín — til þess að ég þyrfti ekki að yfirgefa verzlunina. Hvernig kom þér til hugar, að ég myndi þiggja það?“ „Heyrið þið nú“, sagði Hanna- way og ræskti sig, „við evðum dýrmætum tíma til ónýtis. Ung- frú Waugham, hverja hafið þér hugsað yður sem eftirmann yðar í deildinni?“ 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.