Heimilisritið - 01.06.1948, Page 45

Heimilisritið - 01.06.1948, Page 45
Sannleikurinri Sagct eftir RUDYARD KIPLING í þýðingu Sigurðar Benediktsson- ar blaðamanns. ■—-Niðurlag Keller ætlaði svo þannig með öðrum orðum að fá gjör- vallan mannheim til þess að rísa upp á afturfæturna af ein- skærri undrun. „Nú skal ég sýna ykkur, hvernig ég geri mér mat úr góðu efni, þá sjaldan að hnífur minn kemur í feitt“, bætti hann við. „Hafið þér aldrei komið til Englands?“ spurði ég. „Nei“, anzaði Iveller. „En ég hef það einhvern veginn á til- finningunni, að þér kunnið alls ekki að meta að verðleikum þetta einstæða tækifæri, sem okkur er gefið. Helstríð sjóslöng- unnar! — það slær allt út. Herra minn trúr! Þetta er hin yfirgripsmesta frétt, sem nokk- urt blað hefur fengið til með- ferðar“. „Já, en samt verður þess að engu getið í nokkru blaði, þrátt fyrir allt“, sagði ég. Zuyland, sem stóð rétt hjá mér kinkaði kolli til samþykkis orðum mínum. „Hvað eigið þér við?“ spurði Keller. „Enda þótt, að þér séuð nógu mikill Englendingur til þess að glopra þessu tækifæri út úr höndunum á yður, þá ætla ég ekki að gera það. Annars hélt ég, að þér væruð b'laðamaður“. „Það er ég líka — og þess vegna veit ég það, sem ég veit. Hlaupið þér bara ekki af yður hornin, Keller. Verið þess minn- ugur, að vegna þess að ég er Englendingur þá er ég að minnsta kosti sjöhundruð árum eldri en þér, og það sem niðjar yðar munu læra eftir fimm- hundrað ár, það hef ég þegar lært af forfeðrum mínum fyrir fimmhundruð árum. Þér takið þetta efni aldrei til meðferðar, og þér getið það heldur ekki“. Þetta samtal okkar átti sér stað út í regin-hafi, þar sem ekk- ert virðist að jafnaði ómögulegt — nálægt hundrað sjómílum frá Sauthampton. I dögun morgun- inn eftir sigldum við fram hjá Náldröngum, sem eru klettar á HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.