Heimilisritið - 01.06.1948, Page 61

Heimilisritið - 01.06.1948, Page 61
pípu, fjórir hnappar, fuglslegg- ur og tóm flaska, undan sólar- olíu. Weston virti þetta allt fyrir sér. „Ojá“, sagði hann. „Það gat varla minna verið', ef hægt er að kalla þetta baðströnd! Annars er.eins og flestir líti nú orðið á ströndina, eins og ruslatunnu! Þessi tóma flaska hlýtur að hafa legið hérna þó nokkuð lengi, það er auðséð á miðanum. Sjálfsagt hefur liitt líka legið hérna lengi, nema skærin, þau eru ný. Þau hafa áreiðanlega ekki lent í rigningunni í gær. Hvar voru þau?“ „Alveg við stigann. Iúka stykkið úr pípunni“. „Já, það hefur sjálfsagt ein- hver misst þetta, á leiðinni npp eða niður stigann — en hver? Það er ekki gott að vita“. „Nei, þetta virðast vera vana- leg naglaskæri. Pípan er vönd- uð“. „Mig minnir að Marshall segði, að hann hefði týnt píp- unni sinni“, sagði Poirot. Weston sagði: „Marshall kemur ekki málinu við lengur. Það eru líka fleiri sem reykja pípu en hann“. Poirot tók eftir því, að séra Lane bar höndina snöggvast að vasanum. „Þér reykið líka pípu, séra Lane?“ Stepan Lane varð hverft við. Hann leit á Poirot: „Já — já, já. Pípan sú ama er gamall félagi“. Hann fór með höndina niður í vasann, tók upp pípu, tróð tó- baki í hana, og kveikti. Hercule Poirot gekk til Red- ferns. Hann var niðurlútur og dapur. „Ég er feginn — að bú- ið er að fjarlægja hana ...“ „Hvar fannst. hún?“ spurði séra Lane. „Svona hérumbil þar sem þér standið“, sagði lögreglufulltrú- inn rösklega. Lane stökk til hliðar. Lögreglufulltrúinn sneri sér að Weston. „Með tilliti til þess, hvar flekinn hefur verið settur upp, rná ætla að hún hafi komið hingáð, fimmtán mínútum fyrir ellefu. Það er í samræmi við flóðið“. „Hafið þér lokið við að taka ljósmyndir?“ spurði Weston. „Já“, Weston sneri sér að Redfern. „Hvar er nú op'ið á þessum helli?“ Redfern stóð ennþá hreyfing- arlaus, niðursokkinn í hugsanir sínar. Hann leit upp. „líg skal sýna yður það“. Síðan . gekk hann á undan, að grjóturðinni, og benti á þrönga skoru á klettaveggnum. „Er það þetta?“ sagði West- on. „Ég skil ekki, hvernig nokk- ur maður kemst þarna innum“. HEIMILISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.