Heimilisritið - 01.06.1948, Side 62

Heimilisritið - 01.06.1948, Side 62
„Það virðist ekki auðvelt, en það er þó hægt að komast það“, sagði Redfern. Weston mjakaði sér varlega gegnum hellisopið'. Það var ekki eins þröngt óg honum liaf'i virzt, í fyrstu, og víkkaði fljótlega þegar innar dró. Hereule Poirot og Stephen - Lane fylgdu lögreglustjóranum eftir inn í hellinn. Það lagði glætu inn um hellisopið. West- on brá upp vasaljósi og litaðist um. Hann sagði: „Hentugur staður. Vel fal- inn“. Hann tók eftir því að Poi- rot sogaði að sér loftið. „Hress- andi loft, engin þaralykt, en við erum líka talsvert fyrir ofan fjöruborð“. Hin nákvæmu þeffæri Poirots skynjuðu annað og meira en hressandi loft. Hann kannaðist við hinn þægilega ilm, sem barst að vitum hans, og vissi hver notaði þess háttar ilmvatn. „Eg sé nú ekkert sérstakt hérna“, sagði Weston. Poirot leit á syllu, sem var í seilingarhæð. „Ættum við ekki að gá að, hvort nokkuð er að finna þarna uppi?“ „Það er kannske ekki úr vegi“, sagði Weston. „Þér eruð hæstur af okkur, séra Lane“, sagði Poirot. „Vilj- ið þér teygja ,yður upp á syll- una, og vita hvort þér finnið nokkuð?“ Lane náði ekki að þreifa um alla syllúna. Hann tyllti fæti í skoru á veggnum, og hóf sig upp. „Bíðið við. Hér eru öskjur“. Þeir flýttu sér út í dagsbirt- una, og rannsökuðu fundinn. Það voru grænar blikköskjur. „Takið varlega á þeim“, sagði Weston, „það gætu verið fingraför, sem yert væri að rannsaka“. Phillips lögreglufulltrúi tók upp vasaklút og opnaði öskjurn- ur varlega. Þær höfðu að geyma smærri öskjur, sem á var letrað: salt, pipar, mustarður; ennfrem- ur tvo ferkantaða smákassa. Phillips opnaði salt-ílátið. Það var barmafullt. Síðan opnaði hann pipardósirnar. „Nú, líka salt í þessum“. Phillips flýtti sér líka að ópna annan kassann. Sams konar innihald. Phillips drap fingri í það, og færði að tungunni. Hann sagði með ákefð: „Það er ekki salt. Síður en svo. Það er beiskt. Ég hugsa að það sé einhverskonar deyfilyf“. n. ÞIÍIR VORIJ komnir heim í gistihúsið. Lögreglustórinn tók til máls: „Ef ópíumsmyglarar skyldu hafa verið að verki hér, þá breytist viðhorfið. Það er þá 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.