Heimilisritið - 01.06.1948, Page 63

Heimilisritið - 01.06.1948, Page 63
hugsanlégt að' frú hlarshall hafi verið bendluð við það. Hvað haldið þér?“ „Það gæti hugsast“, sagði Poirot dræmt. „Ætli hún liafi notað deyfi- lyf?“ „Eg efast um það“, sagði Poi- rot. „Hún var hraustleg í útliti, og róleg á taugunum. Það var engin ör að sjá á húðinni — ekki þar fyrir, sumir taka þesskonar í nefið. Eg held þó ekki að hún liafi notað deyfilyf“. „Það er hugsanlegt að hún hafi lent í þessu bralli af öðrum ástæðum. Eg læt Neasdon rann- saka þetta efni“. Dyrnar opnuðust, Horace Blatt kom inn, fjörlegur, að vanda . „Eg var einmitt að koma heim, rétt í þessu, og heyra tíð- indin. Þér eruð lögreglustjórinn? Mér var sagt að þér væruð hérna inni. Eg heiti Horace Blatt. Get ég verið yður hjálp- legur á nokkurn hátt? Það' er þó ólíklegt. Eg hef verið úti á sjó í allan morgun — missti af öllu saman. Halló, Poirot, ég tók ekki eftir yður. Þér takið auð- vitað þátt í þessu; þó það nú væri. Sherlock Holmes að snúa á lögregluna, ha!“ Horace Blatt var látinn setj- ast niður. Hann tók upp sígar- ettuveski og rétti að Weston. Weston afþakkaði. „Ég held mig við pípuna, þegar ég reyki“, sagði hann. „Eg líka. Eg reyki stundum sígarettur, en pípan er nú alltaf bezt“. . „Blessaðir, kveikið þér þá í henni“, sagði Weston. „Eg hef hana ekki á mér. En segið þér mér, hvernig þetta var allt saman. Allt sem ég veit er, að frú Marshall fannst myrt í fjörunni“. „Við Pixy Cove“, sagði West- on og horfði rannsóknaraugum á Blatt. En Horace Blatt lét sér hvergi bregða. „Hún var kyrkt?“ „Já“. „Ógeðslegt — svívirðilegt! En hún var á hálum ís. Laus í rás- inni — trés moutarde — hvað, monsieur Poirot? Hafið þið ann- ars nokkra hugmynd um, hver framdi morðið, eða kannske mér leyfist ekld að spyrja?“ „Eiginlega er það nú okkar hlutverk, að bera fram spurning- arnar“, sagði Weston, og dauft bros lék um varir hans. „Fyrirgefið þér“, sagði Blatt, og veifaði til hendinni. „Gjörið svo vel að spyrja“. „Þér sögðust liafa farið út á sjó, í morgun. Um hvaða leyti var það?“ Framh. í næsta hefti. HEIMILISRITIÐ 61'

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.