Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 4

Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 4
Hrífandi smásaga úr lífi nýgiftra lijóna eftir Margaret Pulsford Dansleikurinn „ELSKAN, lízt þér vel á kjól- inn minn?“ sagði Margot. „Mumm“. „Þú hefur ekki einu sinni litið á hann“. Anægja hennar með útlit sitt dvínaði, en í þess stað kom þykkja. „Eg er að hnýta slaufuna". „Nú, þú gætir þó litið á mig“. „Fjandinn sjálfur, nú var ég rétt að hafa það“, sagði Jóna- tan og sveiflaði bindisendunum gremjulega. Margot fylltist þrjózkufullri ákvörðun um að láta hann líta á kjólinn. Það var skammarlegt hve lítinn áhuga hann sýndi henni. Hún færði sig nær hon- um, breiddi út pilsið og hallaði undir flatt. „Líttu á“, sagði hún. „Hann er töfrandi", sagði Jónatan, gaut allra snöggvast á hana augunum og hélt svo á- fram að stara á bindisendana í speglinum. „Þú og þitt hálsbindi“, sagði Margot iðandi í skinninu eftir að rífast, heldur en þola skeyt- ingarleysi hans. „Nú, ekki get ég farið svona. Því í ósköpunum viltu að við séum samkvæmiskíædd, það get ég ekki skilið“. „Ó, fyrir alla muni“, sagði Margot. „Það er ekki svo oft, sem maður fer á meiriháttar dansleik“. „Hálfvitalegt hopp og hí“, sagði Jónatan stutt og laggott, og óskaði þess, að' hann hefði sagt Jenkins á skrifstofunni álit sitt á honum. 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.