Heimilisritið - 01.09.1948, Side 24

Heimilisritið - 01.09.1948, Side 24
ÞÝÐINGAR MANNANAFNA Sp.: 1. Geturðu gert svo vel og sagt mér hvað eftirfarandi mannanöfn þýða: Marta, Fríða, Margrét, Ragnhildur, Guðrún, Helgi, Eiríkur. 2. Ég er átján ára gömul og 159 sm. há. Hvað á ég að vera þung? Alla. Sv.: 1. Marta — frú; Fríða — sú frið- sama; Margrét — perla; Ragnhildur — guði helguð; Guðrún — vernduð af guði; Helgi — bardagamaðurinn; Eiríkur — tryggur. 2. Þú átt að vega 54.5 kg. ÞAU ERU HRINGTRÚLOFUÐ Sp.: Eg er átján ára gömul og hring- trúlofuð. Unnusti minn álítur að við get- um óátalið farið tvö ein í ferðalag og sofið saman í tjaldi. Hann segir, að hring- trúlofuð hjónaefni hafi leyfi til að lifa saman eins og hjón. Hvað er þitt álit? Unnusta. Sv.: Réttast er að láta sín eigin siðferði- legu sjónannið ráða í þessu efni. Þú verð- ur sjálf að ákveða, hvaða réttindi unnusti þinn hefur öðlast, með því að hringtrú- lofast þér. Hinnsvegar finnst mér þið ættuð að fara varlega í sakirnar, að því er varðar nána sambúð ykkar, þangað til þið eruð gift. Að vísu er það varla tiltökumál þótt þið tak- ið svolítið forskot út á sæluna, ef þið gæt- ið ýtrustu varúðar! Það er ráðlegt að ganga úr skugga um, hvort þið eigið yfirleitt sam- an í lífinu, áður en þið giftist. En ef þið ætlið að fara að hegða ykkur eins og ný- gift hjón, þá er auðvitað viðkunnanlegra — og ekki síður öruggara fyrir þig — að þið giftist tafarlaust. AMBER OG BLÓM Sp.: 1. Geturðu sagt mér hvenær fram- haldið af „Sögunni af Aniber“ kemur út? 2. Er kvikmyndin af henni ekki bráðum væntanleg? 3. Finnst þér að maðurinn minn ætti ekki að kaupa blóm handa mér öðru hverju? 4. Hvernig er skriftin? HeimaTcær. Sv.: 1. Sökum pappírsskorts mun hafa dregist að gefa út síðustu heftin af þessari bók, en nú hefur eitthvað ræzt úr i bili, svo að ekki ætti að líða á löngu þar til þau koma út. 2. Það er lítil eða engin .von til þess að kvikm.vnd þessi verði sýnd hér. Eins og kunnugt er þá skortir okkur mjög gjald- eyri, einkum dollara, og þvi hefur alger- lega verið tekið fjTÍr innflutning kvik- mynda frá Bandaríkjunum. 3. Jú, en ekki sízt þegar hann hefur slæma samvizku. 4. í meðallagi — og vel það. 'Eva Adams 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.