Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 41

Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 41
sársauka við barnsfæðingar. Þangað til um miðja síðustu öld, héldu klerkar því fast fram, að það væri hlutskipti konunnar að fæða börn sín með þjáningum. Viktoría drottning var andvíg þessari kenningu og bað um klóróform þegar hún ól Leopold prins. Klóróform hafði sína kosti. En það hafði líka ókosti. Af ein- hverjum óskýranlegum ástæðum olli það stundum dauða sjúk- lingsins — venjulega hinna yngstu og hraustustu kvenna. Leitin að öruggari kvalastilli hélt áfram. Fyi-ir þremur áratugum héldu þýzkir vísindamenn sig hafa fundið aðferð með svonefndum „rökkursvefni“ — samblandi af morfíni, sem stillti sársauka, og scopolamini, sem svæfði minnið. Þessi efnablanda verkaði vel fyr- ir móðurina, en illa fyrir barn- ið. Morfín svæfir börnin og lækn- um veittist erfitt að vekja þau til lífsins — fá þau til að taka fyrstu andsogin. Fengju bömin ekki súrefni, urðu þau blá. Heila- sellur, sem fá ekki súrefni, jafn- vel í fáeinar mínútur, rýrna — og það' hamlar andlegum þroska seinna í lífinu. Næsta skrefið í áttina að þján- ingarlausri fæðingu var stigið ár- ið 1942, þegar tveir læknar í Bandaríkjunum uppgötvuðu ó- rofna rófudeyfingu. Rófugöngin eru í niðurenda mænunnar. Það eru beinhol, og liggja taugar þaðan til legsins. Hvers vegna skyldi ekki mega deyfa þessar taugar með deyfi- lyfi, sögðu læknarnir Robert A. Hingson og Waldo B. Edwards, á sama hátt og tannlæknir deyf- ir taug með novocain áður en tönn er tekin? Þeir fundu aðferð til þess. Metycain, efni einu úr kókain- flokknum, var sprautað' inn í rófugöngin með langri nál. í næstum öllum tilfellum útilokaði þessi aðgerð þjáningu við fæð- inguna. Börnin fæddust hraust og vel vakandi. En þó var enn galli á gjöf Njarðar. Það er erfitt að finna rófu- göngin, jafnvel fyrir færustu sér- fræðinga. Ef lyfinu var sprautað inn í æð af misgáningi, hafði það dauða í för með sér. Ennfremur verður nálin að vera kyrr með- an fæðingin varir — til þess að dæla lyfinu áframhaldandi inn í rófugöngin. Og hún vildi brotna. Það er stöðug hætta á eitrun, þar eð nálinni er stungið aðeins tvo þumlunga frá endaþarmin- um. Allt þetta gerir rófudeyfing- una viðsjárverð'a, hún þarf stöð- uga aðgát af hendi deyfandans. Taki fæðingin langan tíma, þarf HEIMILISRITIÐ 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.