Heimilisritið - 01.09.1948, Page 44

Heimilisritið - 01.09.1948, Page 44
uð, heyra mæðurnar fæðingar- grát barna sinna — og fá þannig þá sálfræðilegu uppörfun, sem ekki nýtur sín við svæfideyfing- ar. Sængurkonur voru einróma í hrifningu sinni. Einkum voru það tvær konur, er áður höfðu fætt börn með aðstoð ljósmóð- ur og án deyfingar. Þær áttu bágt með að trúa því, að hægt væri að fæða án nokkurra þján- ingahríða. Eftir 100 fæðingar, gerði Adri- ani grein fyrir árangrinum. Ekk- ert dauðsfall á móður eða barni, og engir erfiðleikar, sem máli skiptu. Ein af hverjum átta fann til nokkurrar ógleði — sem staf- aði af því, að þær höfðu borðað meðan á fæðingunni stóð. En ef þeim var neitað um mat, bar ekkert á magatruflunum. Nokkr- ar höfðu lítilsháttar höfuðVerk. En engin hafði alvarlegan höfuð- verk eins og eftir hærri mænu- deyfingu. Deyfingin varaði að meðaltali í þrjár og hálfa klukkustund — nógu lengi til þess að fæðingu væri lolcið í 68 af hundraði. Hin- ar þurftu að fá aðra eða þriðju sprautuna. Ein af hverjum sjö konum fann til lítilsháttar sársauka þeg- ar tengur voru notaðar. Flest voru það konur, sem ólu sitt fyrsta barn. Hinar fundu ekki til. 42 Þegar Adriani tilkynnti þenn- an árangur, tóku aðrir læknar í New Orleans að nota þessa að- ferð. Nú — seint á árinu 1946 — hafa þúsundir kvenna alið börn með þessari deyfingu, án þess nokkra erfiðleika hafi að' hönd- um borið. Einn læknir lét í ljós álit sitt með þessum orðum: „Þessi aðferð hefur alla kosti rófudeyfingar en enga af ókost- unum“. Brezkir læknar hafa einnig notað söðulstífluaðferðina með góðum árangri, þar á meðal við um 300 keisaraskurð'aðgerðir. Hvort þessi aðferð getur orð- ið almenn bæði í borgum og sveitum er enn ekki séð. Mænusprauting krefst tölu- verðrar lagni, og það verður að líta vel eftir sjúklingunum. Það er því líklegt, að þessi aðferð verði fyrst um sinn bundin við spítala. En með tímanum má vænta þess að ungir læknar kynnist svo þessari aðferð, að þeir geti notað hana við fæðing- ar í heimahúsum. Söðulstíflan er ekki síðasta svarið við þjáningarlausri fæð- ingu. Hið fullkomnasta væri lyf, sem læknirinn gæti ráðlagt, lyf, sem væri svo öruggt að einskis eftirlits væri þörf. Söðulstíflan er ekki svo fullkomin, en hún er það fullkonmasta, sem enn er til. BNDIR HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.