Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 46

Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 46
ætt við slíkan grip, og ákvað því að ganga inn. Búðin var lítil og eyðileg. Nokkrar óhreinar hillur upp með veggjunum, og í þeim voru flösk- ur af ahskonar lögun og stærð, er innihéldu hina ólíkustu hluti, sem ekki voru merkilegir fyrir neitt annað en það, hvernig þeir liefðu. komizt þangað. Meðan Frank var að litast um, var upp- iokið lítilli hurð og inn gekk eig- andinn, skorpinn karl í kvöld- slopp, og virtist ögn hissa og feginn að fá viðskiptavin. Hann sýndi Frank orust- una hjá Gettysburg, japanska garða og jafnvel skorpið manns- höfuð, allt í flöskum. „Og hvað“, sagði Frank, „er í þessum í neðstu liillunni?“ „Það er nú ekki mikið að sjá“, sagði gamli maðurinn. „Margt fólk heldur að það sé ekkert nema liégóminn einber. Mér fyr- ir mitt leyti geðjast vel að þeim“. Hann dró nokkur sýnishorn fram úr rykinu. Ein virtist elcki innihalda annað en þurra flugu; í öð'rum virtust helzt vera strá eða hrosshár eða hver veit hvað; sumar virtust fullar af gráum eða glitrandi reyk. „Þau eru“, sagði sá gamli, „ýmiskonar and- ar, árar, nornir, púkar og þess- háttar. Sumum þeirra, hugsa ég, er erfiðara að koma niður í flösku en seglskipi“. „O, verið ekki að því arna! Við erum í New York“, sagði Frank. „Því meiri ástæða“, sagði gamli maðurinn, „að búast við alls konar árum í flöskum. Ég skal sýna yður. Bíðið andartak. Þessi tappi er ári fastur“. „Hvernig lítur þessi út?“ spurði Frank. ,J,essi“, sagði gamli maðurinn, og hélt flöskunni upp að ljósinu. „Þessi ... Drottinn minn dýri! Ég er farinn að sjá illa. Nú var ég rétt að því kominn að opna skakka flösku. Það er víst rétt- ast að setja hann aftur á sinn stað. Sá er nú sannarlega ekkert lamb að leika sér við. Það var svei mér gott að ég náði ekki tappanum. Ég ætla að setja miða á hann til vonar og vara. Hérna er nokkuð, sem ekki er eins hættulegt“. „Hvað er í henni?“ spurði Frank. „Talið vera fegursta kona í heimi“, sagði karlinn. „Ágætt, ef þér eruð gefinn fyrir þessháttar. Sjálfur hef ég aldrei ómakað mig til að opna hana. Ég skal reyna að finna eitthvað' merkilegra“. „Já, en, frá vísindalegu sjón- armiði“, sagði Frank, „ég. ...“ „Nei, nei“, sagði gamli mað- urinn. „Úr því við tölum um vís- indi: lítið á þetta. Hann rétti upp flösku með einhverja agnarlitlu 44 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.