Heimilisritið - 01.11.1948, Qupperneq 6

Heimilisritið - 01.11.1948, Qupperneq 6
fullt og sagði: „Já, en þetta er nú ég, Max!“ Eitt kvöld gaf liann auk þess í skyn, að það' væri kominn tími til, að þau eignuðust barn. Sem svar við þessu geispaði hún að- eins og sagði: „Eg er ekki viss um, að ég vilji nokkurn tíma eiga barn“. Hann varð skelkaður. Hann hafði alltaf álitið sjálfsagt, að þau eignuðust barn, og nú minnti hann hana á, að meðan hún lék Clemence, hafði hún beinlínis krafizt þess að eignast barn, þar sem líf hennar mundi annars ekki verða fullkomnað. Hún yppti öxlum. „Það var nú þá“. Svo var guði fyrir þakkandi, að Madame Chenery gekk ekki lengi, og hann gat vel umborið Lindu í Þnsvar sinnum einn, sjálfstæða, duglega, unga nú- tímakonu. Að minnsta kosti var hann búinn að venjast henni í þessu hlutverki. Nú heyrði hann forstofudyrn- ar opnaðar og létt, rösklegt fóta- tak hennar upp stigann. Hann hafði látið dyrnar inn í vinnu- stofuna standa opnar, þar sem hann bjóst við að hún kæmi inn og þrýsti einum þessara heitu, stuttu kossa á varir lians, sem hann hafði vanizt. að taka á móti sem kossum Lindu. Þeir voru allt öðru vísi en hinir löngu kossar, sem hann hafði engu síð- ur notið, í tíð Madame Clien- ery. Hann andvarpaði, stóð upp og gekk eftir henni upp stigann. Þau höfðu alltaf haft hvort sitt svefnherbergi, þar sem hún hélt því i'ram, að leikkona og leik- húsgagnrýnandi ættu aldrei að vera neydd til að' sofa í sama herbergi. Hún var viss um, að þær stundir kæmu, er hann þyrfti að vera alveg frjáls, svo að hann gæti skrifað meiningu sína um leik hennar, og hún ætti að hafa leyfi til að hata hann, án þess að hafa sífellt fyrir augun- um þá staðreynd, að hún væri gift honum. Dyrnar að herbergi hennar voru lokaðar. Hann stanzaði augnablik, þegar hann heyrði lágt taut inni í herberginu. Þeg- ar lnin hækkað'i röddina, heyrði liann greinileg orðaskil. „Er ég þá ekki kona? Blæðir ekki, þegar ég er særð? Græt ég eklci, þegar ég mæti fyrirlitn- ingu?“ „Drottinn minn dýri“, muldr- aði hann og opnaði dyrnar. Hún hafði þrifið teppið af rúminu og sveipað því um sig. Það huldi hana í djúpum, íburð- armiklum fellingum. Úr hinum dökka skugga, sem það varpaði yfir andlit hennar, kom augna- ráð' liennar, sorglegt og órann- sákanlegt. 4 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.