Heimilisritið - 01.11.1948, Page 21

Heimilisritið - 01.11.1948, Page 21
Hvemig heimilisfaðir er æðsti maður Ráðstjórnarríkjanna? — Höfundur þessarar greinar var kennslukona á heimili hans í nokkra mánuði, þangað til ... Ég var á heimili Stalins Frásaga eftir Pauline Labranche HVERNIG faðir er Jósef Stalín, æðsti mað'ur Ráðstjórn- arríkjanna? Hvernig semur hon- um við fjölskyldu sína? Hvernig er hann sínum nánustu? Eg get sagt þér það, því að ég var í marga mánuði frönsku- kennari Svetlana, dóttur Stalíns, á sveitaheimili þeirra. Ég hitti Stalín sjálfan nokkrum sinnum. Svetlana var 19 ára, þegar ég sá hana fyrst árið 1945 á heimili föður hennar í Kreml. Hún er glaðleg, dökkhærð stúlka með ekta slavneska andlitsdrætti, og fremur lagleg. Hún er mjög ólík hinurn fræga föður sínum. Hún er líka hlýleg og innileg. Við hjónin höfðum búið í Rússlandi í næsturn 20 ár. Mað- urinn minn vann sem yfirvél- fræðingur í bílaverksmiðju í Moskvu. Hann var oftast fjar- v-erandi frá heimili okkar. Til þess að hafa eitthvað fyrir stafni og vera ekki eins einmana, byrj- aði ég árið 1945 að kenna rúss- neskum piltum og stúlkum frönsku. Ég er ættuð frá París. Einn af nemendum mínum var systursonur Maxim Kagano- vitch, sem var yfirmaður þunga- iðnaðarins. Kaganovitch er mág- ur Stalíns. Drengurinn hlýtur að hafa minnst á mig við frænda sinn, því að dag einn í júlí 1945 komu tveir foringjar ,úr leyni- lögreglunni heim til mín. Þeir HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.