Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 22

Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 22
báð'u mig að hitta Lavrenty Beria, innanríkisráðherra. Eg gerði það. Beria er hálffimmtugur að aldri, hár, sköllóttur, með gler- augu, kurteis og viðmótsgóður. Hann er einn bezt menntaði maður í Kreml — og einn hinn voldugasti. „Yður stendur til boða að kenna Svetlana, dóttur Stalíns marskálks“, sagði hann hægt og lágróma. „Þetta er mjög virðu- legt boð'. Þér getið varla skorazt undan því“. Eg liafði enga löngun til Jæss. Ég var afar upp með mér. Þremur dögum síðar kom einn af undirmönnum Beria til að sækja* mig. Hann afhenti mér sérstakt aðgöngukort, svonefnt Kreml-vegabréf. Bíll okkar var stöðvaður við hverja hundrað metra. Verðirnir þekktu allir fylgdarmann minn, en strangar reglur mæltu svo fyrir, að að- göngukortin skyldu sýnd á hverri varðstöð. Mér varð' ljóst, að erfiðara myndi að nálgast Stalín en nokkurn annan stjórn- anda í heimi. Heimili Stalíns í hjarta hins afar mikla Kreml-kastala, er fremur óásjálegt einnar hæðar hús með aðeins átta herbergjum. Fylgdarmaður minn skildi við mig á dyraþrepinu, en þar tók á móti mér alvörugefin kona um fertugt. Eg komst síðar að því, að hún var Rafaelowna Kagushi, einkalífvörður Svetlana, og áð- ur höfuðsmaður í lögregluliðinu í Moskvu. Hún leit rannsakandi á mig og vegabréf mitt og fylgdi mér síðan inn til móts við Svet- lana. Stúlkan virtist ánægð yfir að sjá mig. Það var augljóst, að henni geðjaðist samstundis vel að mér. Hún sagði mér, að' hún vonaðist eftir mér á hverjum degi nema sunnudaga og fimmtu- daga, til sveitaseturs föður henn- ar, og að hún myndi senda bíl eftir mér. Ég komst síðar að því, að á fimmtudögum dvaldi Stalín með fjölskyldu sinni í sveitinni. Sveitasetur Stalíns stendur í stórum garði, um 30 mílur norð- austur af Moskvu. Sérstök deild leynilögreglunnar gætir þess dag og nótt; Georgíufólk, sem talar við Stalín á móðurmáli hans, er þjónustulið í húsinu. Húsið er íagurlega búið húsgögnum. Þar eru öll þægindi, sem við eiga í lítilli höll. Ég hafði komið tíu eða ellefu sinnum á heimilið, áður en ég sá Stálmanninn sjálfan, þótt stjúp- móðir Svetlana, óaðlaðandi kona um fimmtugt, yrði oft á vegi mínum. Dag einn kom Stalín inn í stofuna, þar sem við Svetlana vorum að þylja franskar sagn- 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.