Heimilisritið - 01.11.1948, Side 35

Heimilisritið - 01.11.1948, Side 35
FERSK OG NYSTHRLEG Framhaldssaga ejtir FRANZ HOELLERING 1. Ný iramhaldssaga um unga og íátæka, tékkneska stúlku, er ilytur til Bandaríkjanna og kemst í vinfengi við ungt, flugríkt fólk, sem lifir eftir sínu höfði. — Þetta er nútímaástarsaga fyrir nútímafólk „HÚN ER BRJÁLUÐ. Hún er vitfirringur! Ég skal aldrei senda henni fleiri stúlkur. Segið henni að hana vanti geðveikra- lækni, en ekki þernu!“ J. W. Enderberry, forstjóri ráðningarskrifstofunnar, búldu- leitur, gráhærður, lítill náungi, þrumaði inn í símtækið og bað- aði út höndunum. Hann þagn- aði snögglega — „Bíðið andar- tak!“ — og gægð'ist gegnum gler- hurðina fram í biðstofuna. Stúlka, sem sat þar alein á bekk í hálfrökkvaðri stofunni, liorfði með eftirvæntingu á móti hon- um. Þegar Enderberry tók aftur til máls, var rödd hans vingjarn- legri: „Jæja þá, jæja þá! Ég skal reyna aðeins einu sinni enn. Ég skal senda þá beztu, sem ég hef völ á, fyrsta flokks stúlku — fullkomna — með óaðfinnanleg meðmæli. Ef ungfrú Priscilla Blaithe getur ekki látið sér lynda við hana, ætla ég ekki að' sækjast eftir viðskiptum við hana héðan af!“ Hann lagði frá sér símtólið og kinkaði kolli til stúlkunnar. Hún kom hlaupandi. „Ennþá hér?“ hreytti hann úr sér. „Hef ég ekki sagt yður, að' J. W. Enderberry ráðningarskrifstofan geti ekki skipt sér af byrjendum? Til livers eruð þér að eyða tíman- um? Taugastríð?“ „Ég verð að fá vinnu“, sagði stúlkan stillilega og ákveðið. Al- vörugefni hennar, þrjózkan, að bíða frá morgni til kvölds, hafði snortið hann. Klukkan var mik- ið yfir sex, og nú lagði hann af sér herklæðin, sem hann brynj- aði sig með í viðskiptatímanum. HEIMILISRITIÐ 3Í

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.