Heimilisritið - 01.11.1948, Qupperneq 41

Heimilisritið - 01.11.1948, Qupperneq 41
aðist. Hún hugsaði til fátæklegu herbergjanna, þar sem hún hafði skilið við móður sína, bræðurna og systur sína. Hún hikaði í fyrstu við að nota sírnann, en hringdi þó heim að lokum. Hún talaði við' móður sína og sagði lienni, að hún fengi þrjátíu cloll- ara á viku, heil auðæfi, og þyrfti eklvi að eyða neinu handa sjálfri sár. Og hún bað móður sína að senda Karl strax með farangur hennar. Svo lýsti hún ungfrú Blaithe, en minntist ekki á hvert orð fór af henni sem húsmóður. En til vonar og vara gat hún þess þó, að ungfrú Blaithe virt- ist afar erfið í umgengni. „Gerðu skyldu þína og kvart- að'u ekki áður en þú reynir“, var henni svarað. Þetta var einkenn- andi fyrir móður hennar. Stund- um særði hún með hörku sinni — þó hún hefði næstum alltaf rétt fyrir sér. ÞEGAR Jana hafði lagt frá sér símann, rannsakaði hún kæliskápinn og fann nógar kræs- ingar í tíu kvöldverði. Kalda steik, salat, egg, mjólk, nýja á- vexti. Jana hafði ekkert borðað frá því um morguninn, nema eina brauðsneið. Hún hafði þó ekki fundið' til sultar, en nú, er hún kom auga á þessar lang- þráðu kræsingar, vaknaði hjá henni hamslaus matarlyst. Hve margir mánuðir voru ekki síðan hún hafði borðað eins og hana lysti. Hún heyrði lokið upp hurð og hæglátt fótatak í setustofunni og varð skelfingu lostin. Eitt langt andartak vissi hún ekki,. hvað hún átti að taka til bragðs. Hún hugsað'i til peningaskáps- ins, en mundi svo, að hún hafði lokað honum. Hún læddist inn á tánum. En það var þá aðeins gistihúsþernan að koma til að búa um rúmin, rengluleg, rosk- in kona með kulnuð augu, sem virtust aldrei framar geta orðið hissa á neinu. Hún spurði Jönu ekki hver hún væri, kinkaði að- eins kolli, lauk störfum sínurn rólega, og fór. Klukkan sló níu. Rétt á eftir kom Karl. Hann kom með' litlu, gulu handtöskuna, sem hún hafði fundið á veginum til Bor- deaux. Hún var nógu stór til að rúma muni hennar — tvennan nærfatnað, fáeina snyrtihluti, þykka listasögu, tvær litlar ljóðabækur eftirlætisskálda hennar, Adalbert Stifter og Gott- fried Keller, og mynd af föður hennar. „Annar heimur“, sagði Karl og horfði forvitnislega í kring- um sig. „Það verður að minnsta kosti rýmra um ykkur heima núna“, sagði Jana. HEIMILISRITIÐ 3»
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.