Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 46

Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 46
þetta Valborgarmessukvöld. Þau gætu farið á Skansinn, séð brennurnar og dansað. Svo gat hann sagt lienni sannleikann á eftir. Hann var ekki flagari, liann var einmana. Hann vildi ekki vera einn þetta kvöld. Því mátti hún ekki brosa við honum og hlæja með honum einum bara í kvöld? „Eg fór til þess að kaupa blöð“, sagði hann. Hún hló: „Þú vilt auðvitað' fá blöðin að heiman. An þeirra get- ur þú ekki verið. En livar eru blöðin? Hefurðu týnt þeim?“ . „Nei — ég —r þau voru upp- seld“. „Uppseld?“ spurði hún for- viða. „Það er skrítið“. „Já, eða ég sá engin blöð“, svaraði hann. „Það' voru svo margir við blaðasöluna. Ég get beðið. En á hvaða leið varst þú?“ „Ég kom af stöðinni. Ég var að íylgja John“. Hann hugsaði: „John. Hvrer er liann? Unnusti eða eiginmaður að líkindum“. Hún hafði hanzka, svo að' hann sá ekki, hvort hún bar hring. Upphátt sagði hann: „Hvert var John eiginlega að fara?“ „A vakt“, svaraði hún. Svo bætti hún við: „Hér getum við ekki staðið“. Hún hló. Svo stakk hún handleggnum undir arm hans. „Þú ert þá ein þíns liðs“, mælti hann eftir stutta þögn. „Nei“, svaraði hún. „Ég er ekki ein þessa stundina“. Hún þrýsti sér upp að honum lítil- lcga. Hann fór að hugsa um, að hann vissi ekki hvað hún héti. Hann vildi ekki koma upp um sig. „Geturðu ekki 'skemmt þér með' mér í kvöld?“ spurði hann. „Ég veit ekki“, svaraði hún dræmt. „Jú, það er svo langt síðan við sáumst", sagði hann og hrukkaði ennið. Auðsjáanlega var hún að hugsa um eitthvað sérstakt. Líklega síðustu sam- fundi þeirra Birgis og hennar. Én nú lék hann Birgis hlutverk. „Við skulum ekki lifa í heimi endurminninganna í kvöld“. Hún hristi höfuðið og hló. Svo sagð'i lnin: „Nei“. „Þá kemurðu með í kvöld?“ spurði hann. Ilún hneigði höfuðið til sam- þykkis. „Þú ert indæl“, sagði hann ó- afvitandi. ÞETTA var skemmtilegt kvöld. Éyrst borðuðu þau á litlu, fínu veitingahúsi. Svo fóru þau upp á Skansinn og dönsuðu nokkra dansa þar. Þessi stúlka, sem hann vissi ekki hvað hét, virtist honum dá- 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.